Fótbolti

Geta ekki einu sinni borið fram "Hafnarfjörður"

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Nenad Bjelica í leik með Kaiserslautern á sínum tíma.
Nenad Bjelica í leik með Kaiserslautern á sínum tíma. Nordicphotos/Getty
Fjallað er um viðureign Austria Vín og FH í 3. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu á austurríska vefmiðlinum Kurier í dag.

Rifjað er upp risatap Austria Vín gegn Salzburg um helgina þar sem Vínarborgarar biðu lægri hlut 5-1.

„Allir reikna með því að austurrískt lið hafi betur í baráttu við íslenskt lið," segir þjálfarinn  Nenad Bjelica. Undir það tekur blaðamaður Kurier og bætir við „gegn félagi með nafn sem meirihluti stuðningsmanna Austria Vín getur ekki einu sinni borið fram."

Bjelica segir FH-inga líkamlega sterka, vel skipulagða og hættulega í föstum leikatriðum.

„Þegar þeir hafa vald á boltanum reyna þeir að halda honum innan síns liðs."

Reiknað er með því að Bjelica geri allt að þrjár breytingar á liði sínu frá tapinu í Salzburg um helgina. Aðspurður hver viðundandi úrslit yrðu fyrir sitt lið svarar króatíski þjálfarinn:

„Sigur á einn eða annan hátt án þess að fá á sig mark."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×