Gullbjörninn segir boltann sökudólginn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. júlí 2013 12:45 Jack Nicklaus og Arnold Palmer á góðri stundu. Nordicphotos/AFP Kylfingurinn Jack Nicklaus hefur kastað fram nýjustu kenningunni um ástæðu þess hve langan tíma taki að spila átján holur í dag. Hægur leikur kylfinga sætir aukinni gagnrýni og fékk byr undir báða vængi á dögunum. Þá fengu undrabarnið Tianlang Guan og Hideki Masuyama víti fyrir hægan leik auk þess Golfsamband Bandaríkjanna hefur sagst ætla að beita sér gegn hægum leik. „Það eru ekki bara kylfingar sem eru lengi að spila. Erfiðleikastig golfvallanna, lengd þeirra og vegalengdin sem boltinn flýgur," sagði Nicklaus á dögunum. Nicklaus leggur sérstaka áherslu á hvernig nýir golfboltar hafa breytt íþróttinni. Þeir sé hægt að koma mun lengri vegalengd en áður fyrr. „Aðalsökudólgurinn að mínu mati er golfboltinn og vegalengdin sem hann flýgur. Það tók þrjá til þrjá og hálfan tíma í gamla daga að spila hringinn. Á Opna breska spiluðum við hringinn á undir þremur tímum. Í dag tekur það næstum fimm klukkustundir.” Nicklaus segir hægan leik gera almenningi erfiðara um vik að fylgjast með mótum og atvinnukylfingar verði verri fyrirmyndir. „Ungt fólk vill leika eftir það sem atvinnukylfingarnir gera. Allt í einu tekur það krakka fimm og hálfan tíma að spila hringinn og þannig breytist íþróttin.” Golf Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Kylfingurinn Jack Nicklaus hefur kastað fram nýjustu kenningunni um ástæðu þess hve langan tíma taki að spila átján holur í dag. Hægur leikur kylfinga sætir aukinni gagnrýni og fékk byr undir báða vængi á dögunum. Þá fengu undrabarnið Tianlang Guan og Hideki Masuyama víti fyrir hægan leik auk þess Golfsamband Bandaríkjanna hefur sagst ætla að beita sér gegn hægum leik. „Það eru ekki bara kylfingar sem eru lengi að spila. Erfiðleikastig golfvallanna, lengd þeirra og vegalengdin sem boltinn flýgur," sagði Nicklaus á dögunum. Nicklaus leggur sérstaka áherslu á hvernig nýir golfboltar hafa breytt íþróttinni. Þeir sé hægt að koma mun lengri vegalengd en áður fyrr. „Aðalsökudólgurinn að mínu mati er golfboltinn og vegalengdin sem hann flýgur. Það tók þrjá til þrjá og hálfan tíma í gamla daga að spila hringinn. Á Opna breska spiluðum við hringinn á undir þremur tímum. Í dag tekur það næstum fimm klukkustundir.” Nicklaus segir hægan leik gera almenningi erfiðara um vik að fylgjast með mótum og atvinnukylfingar verði verri fyrirmyndir. „Ungt fólk vill leika eftir það sem atvinnukylfingarnir gera. Allt í einu tekur það krakka fimm og hálfan tíma að spila hringinn og þannig breytist íþróttin.”
Golf Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira