Anton Sveinn McKee, sundkappi úr Ægi, var ekki fullkomlega sáttur með frammistöðu sína í 800 metra skriðsundi á HM í Barcelona í morgun.
„Ég byrjaði vel og mér leið vel í lauginni. En svo þyngdist þetta," sagði Anton Sveinn í viðtali á heimasíðu Sundsambandsins.
Anton Sveinn synti metrana átta hundrað á 8:08,81 mínútum sem er aðeins 62/100 frá rúmlega árs gömlu Íslandsmeti hans.
„En ég læt þetta ekki pirra mig," sagði Anton sem keppir í 200 metra bringusundi á fimmtudag og 400 metra fjórsundi á sunnudag.
"Ég læt þetta ekki pirra mig"

Tengdar fréttir

Anton Sveinn við sitt besta
Anton Sveinn McKee, sundkappi úr Ægi, hafnaði í 25. sæti af 34 keppendum í undankeppni 800 metra skriðsundsins á HM í Barcelona í morgun.

Eygló nokkuð frá sínu besta
Eygló Ósk Gústavsdóttir, sundkona úr Ægi, hafnaði í 34. sæti af 44 keppendum í undankeppni 200 metra skriðsundsins á HM í Barcelona í morgun.