Heimsmeistaramót íslenska hestsins í beinni á Stöð 2 Sport 30. júlí 2013 20:45 Heimsmeistaramót íslenska hestsins er að þessu sinni haldið í höfuðborg Þýskalands og er þetta í fyrsta sinn sem mótið er haldið í miðri stórborg. Stöð 2 Sport hefur tryggt sér útsendingarréttinn á Heimsmeistaramóti íslenska hestsins sem haldið verður í Berlín í Þýskalandi dagana 4. - 11. ágúst og verður Stöð 2 Sport með beinar útsendingar frá mótinu alla keppnisdagana og samantektarþætti á kvöldin. Þetta mun verða í fyrsta skipti sem Heimsmeistaramóti íslenska hestsins verður sjónvarpað í heild sinni í beinni útsendingu með íslenskum lýsingum. Setningarathöfn mótsins fer fram á sunnudag og þá mun Dorrit Moussaieff, forsetafrú, ríða í gegnum Brandenborgarhliðið í Berlín ásamt hópreið íslenskra gæðinga sem fara í gegnum miðborgina að mótsvæðinu. Opnunarhátíð mótsins verður í beinni útsendingu á Stöð 2 sport, sem hefst klukkan 13:00 á sunnudaginn að íslenskum tíma. Heimsmeistaramót íslenska hestsins er að þessu sinni haldið í höfuðborg Þýskalands og er þetta í fyrsta sinn sem mótið er haldið í miðri stórborg. Mikill áhugi er fyrir mótinu, bæði á Íslandi og meðal aðdáenda og eigenda íslenskra hesta um víða veröld. Um tvö þúsund Íslendingar hafa pantað sér miða á mótið en reiknað er með þrjátíu þúsund áhorfendum á mótinu. Íslenskir hestar frá 15 löndum munu taka þátt í heimsmeistaramótinu í Berlín en alls eru 163 þátttakendur skráðir til leiks, þar á meðal 8 fyrrverandi heimsmeistarar. Á heimsmeistaramótinu eru sjö keppnisgreinar; tölt, slaktaumatölt, fjórgangur, fimmgangur, gæðingaskeið, 250 metra skeið og 100 metra flugskeið. Þá munu 44 kynbótahross hljóta dóm í kynbótasýningu. Auk beinna útsendinga verða samantektarþættir á hverju kvöldi þar sem farið verður yfir hápunkta dagsins og sýnd eru viðtöl við keppnisknapa og gesti mótsins. Að mótinu loknu verða vikulegir þættir á dagskrá í ágúst mánuði, þar sem fjallað verður um mótið og mannlífið í kringum það. Viðtöl við keppnisknapa íslenska landsliðsins, þjálfara og aðstandendur. Telma Tómasson, Logi Laxdal og Steindór Guðmundsson munu hafa umsjón með íslenskum lýsingum frá Heimsmeistaramóti íslenska hestsins á Stöð 2 sport.DAGSKRÁ MÓTSINS á Stöð 2 Sport á íslenskum tíma. SUNNUDAGUR 4. ÁGÚST 13:00 - Opnunarhátíð - Riðið um Brandenborgarhlið MÁNUDAGUR 5. ÁGÚST 06:00-15:00 - Kynbótahross - byggingadómar 15:30-16:40 - Kynbótahross – reiðdómar 5 vetra hryssur 21:00-21:30 - Samantekt frá fyrsta degi 30 mín ÞRIÐJUDAGUR 6. ÁGÚST 06:30-10:15 - Fjórgangur (V1) forkeppni 10:15-11.30 - Hlé 11:30-14:30 - Fjórgangur (V1) forkeppni 15:15-17:55 - Kynbótahross – reiðdómar 6 vetra og 7 vetra og eldri hryssur 21:00-21:30 - Samantekt frá öðrum degi 30 mín MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 06:00-10:30 - Kynbótahross – reiðdómar stóðhestar – allir flokkar 11:30-14:15 - Fimmgangur (F1) forkeppni 14:15-14:45 - Hlé 14:45-17:30 - Fimmgangur (F1) forkeppni (sýnt á STÖÐ 2 SPORT 3) 21:30-22:00 - Samantekt frá þriðja degi 30 mín FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 06:30-09:15 - Slaktaumatölt (T2) forkeppni 09:15-09:45 - Hlé 09:45-11:30 - Slaktaumatölt (T2) forkeppni 12:00-13:30 - Kynbótahross – yfirlitssýning hryssur 14:00-14:45 - Fjórgangur (V1) A-úrslit ungmenna 15:30-17:30 - Gæðingaskeið (PP1) 17:30 - Gæðingaskeið (PP1) verðlaunaafhending 21:30-22:00 - Samantekt frá fjórða degi 30 mín FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 06:30-10:15 - Tölt (T1) forkeppni 10:15-11:30 - Hlé 11:30-13:15 - Tölt (T1) forkeppni 13:30 - Slaktaumatölt (T2) A-úrslit ungmenna 14:45-16:15 - 250 m skeið (P1) undanriðlar 16:30 - Ræktunarbússýningar 21:00-21:30 - Samantekt frá fimmta degi 30 mín LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 07:00-07:45 - Slaktaumatölt (T2) B-úrslit 08:00-08:45 - Fimmgangur (F1) A-úrslit ungmenna 09:00-09:45 - Tölt (T1) B-úrslit 10:00-11:30 - Kynbótahross – yfirlitssýning stóðhestar 12:00 - Sýning á gömlum kempum 12:45-14-15 - 250 m skeið (P1) undanriðlar 14:15-14:30 - 250 metra skeið (P1) verðlaunafhending 14:30-15:15 - Kynbótahross – hryssur - kynning 15:45-16:30 - Fjórgangur (V1) B-úrslit 16:45-17:30 - Fimmgangur (F1) B-úrslit 21:00-21:30 - Samantekt frá sjötta degi 30 mín SUNNUDAGUR 11. ÁGÚST 07:15-08:00 - Slaktaumatölt (T2) A-úrslit 08:15-09:00 - Tölt (T1) A-úrslit ungmenna 09:15-10:00 - Tölt (T1) A-úrslit 10:00-10:45 - Kynbótahross – stóðhestar - kynning 11:15 - 100 m fljúgandi skeið (P2) 12:30 - 100 m fljúgandi skeið (P2) Verðlaunaafhending 13:00 - Fjórgangur (V1) A-úrslit og sameiginlegur sigurvegari í fjórgangi tilkynntur. Fimmgangur (F1) A-úrslit og sameiginlegur sigurvegari í fimmgangi tilkynntur 14:00 - Lokaathöfn og verðlaunaafhending 21:15 -22:00 - Samantekt frá öllu mótinu. 45mín Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Carrick tekinn við Manchester United Í beinni: Newcastle United - Manchester City | Undanúrslitaeinvígið hefst Í beinni: KR - Tindastóll | Heimakonur reyna að hefna fyrir ófarir helgarinnar Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Sjá meira
Stöð 2 Sport hefur tryggt sér útsendingarréttinn á Heimsmeistaramóti íslenska hestsins sem haldið verður í Berlín í Þýskalandi dagana 4. - 11. ágúst og verður Stöð 2 Sport með beinar útsendingar frá mótinu alla keppnisdagana og samantektarþætti á kvöldin. Þetta mun verða í fyrsta skipti sem Heimsmeistaramóti íslenska hestsins verður sjónvarpað í heild sinni í beinni útsendingu með íslenskum lýsingum. Setningarathöfn mótsins fer fram á sunnudag og þá mun Dorrit Moussaieff, forsetafrú, ríða í gegnum Brandenborgarhliðið í Berlín ásamt hópreið íslenskra gæðinga sem fara í gegnum miðborgina að mótsvæðinu. Opnunarhátíð mótsins verður í beinni útsendingu á Stöð 2 sport, sem hefst klukkan 13:00 á sunnudaginn að íslenskum tíma. Heimsmeistaramót íslenska hestsins er að þessu sinni haldið í höfuðborg Þýskalands og er þetta í fyrsta sinn sem mótið er haldið í miðri stórborg. Mikill áhugi er fyrir mótinu, bæði á Íslandi og meðal aðdáenda og eigenda íslenskra hesta um víða veröld. Um tvö þúsund Íslendingar hafa pantað sér miða á mótið en reiknað er með þrjátíu þúsund áhorfendum á mótinu. Íslenskir hestar frá 15 löndum munu taka þátt í heimsmeistaramótinu í Berlín en alls eru 163 þátttakendur skráðir til leiks, þar á meðal 8 fyrrverandi heimsmeistarar. Á heimsmeistaramótinu eru sjö keppnisgreinar; tölt, slaktaumatölt, fjórgangur, fimmgangur, gæðingaskeið, 250 metra skeið og 100 metra flugskeið. Þá munu 44 kynbótahross hljóta dóm í kynbótasýningu. Auk beinna útsendinga verða samantektarþættir á hverju kvöldi þar sem farið verður yfir hápunkta dagsins og sýnd eru viðtöl við keppnisknapa og gesti mótsins. Að mótinu loknu verða vikulegir þættir á dagskrá í ágúst mánuði, þar sem fjallað verður um mótið og mannlífið í kringum það. Viðtöl við keppnisknapa íslenska landsliðsins, þjálfara og aðstandendur. Telma Tómasson, Logi Laxdal og Steindór Guðmundsson munu hafa umsjón með íslenskum lýsingum frá Heimsmeistaramóti íslenska hestsins á Stöð 2 sport.DAGSKRÁ MÓTSINS á Stöð 2 Sport á íslenskum tíma. SUNNUDAGUR 4. ÁGÚST 13:00 - Opnunarhátíð - Riðið um Brandenborgarhlið MÁNUDAGUR 5. ÁGÚST 06:00-15:00 - Kynbótahross - byggingadómar 15:30-16:40 - Kynbótahross – reiðdómar 5 vetra hryssur 21:00-21:30 - Samantekt frá fyrsta degi 30 mín ÞRIÐJUDAGUR 6. ÁGÚST 06:30-10:15 - Fjórgangur (V1) forkeppni 10:15-11.30 - Hlé 11:30-14:30 - Fjórgangur (V1) forkeppni 15:15-17:55 - Kynbótahross – reiðdómar 6 vetra og 7 vetra og eldri hryssur 21:00-21:30 - Samantekt frá öðrum degi 30 mín MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 06:00-10:30 - Kynbótahross – reiðdómar stóðhestar – allir flokkar 11:30-14:15 - Fimmgangur (F1) forkeppni 14:15-14:45 - Hlé 14:45-17:30 - Fimmgangur (F1) forkeppni (sýnt á STÖÐ 2 SPORT 3) 21:30-22:00 - Samantekt frá þriðja degi 30 mín FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 06:30-09:15 - Slaktaumatölt (T2) forkeppni 09:15-09:45 - Hlé 09:45-11:30 - Slaktaumatölt (T2) forkeppni 12:00-13:30 - Kynbótahross – yfirlitssýning hryssur 14:00-14:45 - Fjórgangur (V1) A-úrslit ungmenna 15:30-17:30 - Gæðingaskeið (PP1) 17:30 - Gæðingaskeið (PP1) verðlaunaafhending 21:30-22:00 - Samantekt frá fjórða degi 30 mín FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 06:30-10:15 - Tölt (T1) forkeppni 10:15-11:30 - Hlé 11:30-13:15 - Tölt (T1) forkeppni 13:30 - Slaktaumatölt (T2) A-úrslit ungmenna 14:45-16:15 - 250 m skeið (P1) undanriðlar 16:30 - Ræktunarbússýningar 21:00-21:30 - Samantekt frá fimmta degi 30 mín LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 07:00-07:45 - Slaktaumatölt (T2) B-úrslit 08:00-08:45 - Fimmgangur (F1) A-úrslit ungmenna 09:00-09:45 - Tölt (T1) B-úrslit 10:00-11:30 - Kynbótahross – yfirlitssýning stóðhestar 12:00 - Sýning á gömlum kempum 12:45-14-15 - 250 m skeið (P1) undanriðlar 14:15-14:30 - 250 metra skeið (P1) verðlaunafhending 14:30-15:15 - Kynbótahross – hryssur - kynning 15:45-16:30 - Fjórgangur (V1) B-úrslit 16:45-17:30 - Fimmgangur (F1) B-úrslit 21:00-21:30 - Samantekt frá sjötta degi 30 mín SUNNUDAGUR 11. ÁGÚST 07:15-08:00 - Slaktaumatölt (T2) A-úrslit 08:15-09:00 - Tölt (T1) A-úrslit ungmenna 09:15-10:00 - Tölt (T1) A-úrslit 10:00-10:45 - Kynbótahross – stóðhestar - kynning 11:15 - 100 m fljúgandi skeið (P2) 12:30 - 100 m fljúgandi skeið (P2) Verðlaunaafhending 13:00 - Fjórgangur (V1) A-úrslit og sameiginlegur sigurvegari í fjórgangi tilkynntur. Fimmgangur (F1) A-úrslit og sameiginlegur sigurvegari í fimmgangi tilkynntur 14:00 - Lokaathöfn og verðlaunaafhending 21:15 -22:00 - Samantekt frá öllu mótinu. 45mín
Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Carrick tekinn við Manchester United Í beinni: Newcastle United - Manchester City | Undanúrslitaeinvígið hefst Í beinni: KR - Tindastóll | Heimakonur reyna að hefna fyrir ófarir helgarinnar Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Sjá meira