Loftpúðar í mótorhjólafatnað Finnur Thorlacius skrifar 22. júlí 2013 09:20 Mótorhjóladeild BMW vinnur nú með fyrirtækinu Dainese að þróun mótorhjólabúnings með loftpúðum, sem tíðara er að sjá í bílum. Notkun loftpúða í fatnað ökumanna, hvort sem er fyrir bíla eða mótorhjól hefur ekki sést áður og því ný og ef til vill stefnumarkandi þróun þar á ferð. Mótorhjólabúningurinn sem BMW og Dainese er að þróa hefur fengið nafnið DoubleR RaceAir og verður sýndur á mótorhjólasýningunni EICMA í Mílanó í nóvember, eftir að árekstrarprófunum verður lokið. Púðarnir springa út á svo litlum tíma sem 15 millisekúndum við árekstur og munu auka mjög á öryggi mótorhjólamanna. BMW og Dainese ætla að halda áfram samstarfi um þróun öryggisbúnaðar ýmiskonar. Sjá má virkni loftpúðanna í meðfylgjandi myndskeiði. Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent „Við gefumst ekki upp á ykkur“ Innlent
Mótorhjóladeild BMW vinnur nú með fyrirtækinu Dainese að þróun mótorhjólabúnings með loftpúðum, sem tíðara er að sjá í bílum. Notkun loftpúða í fatnað ökumanna, hvort sem er fyrir bíla eða mótorhjól hefur ekki sést áður og því ný og ef til vill stefnumarkandi þróun þar á ferð. Mótorhjólabúningurinn sem BMW og Dainese er að þróa hefur fengið nafnið DoubleR RaceAir og verður sýndur á mótorhjólasýningunni EICMA í Mílanó í nóvember, eftir að árekstrarprófunum verður lokið. Púðarnir springa út á svo litlum tíma sem 15 millisekúndum við árekstur og munu auka mjög á öryggi mótorhjólamanna. BMW og Dainese ætla að halda áfram samstarfi um þróun öryggisbúnaðar ýmiskonar. Sjá má virkni loftpúðanna í meðfylgjandi myndskeiði.
Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent „Við gefumst ekki upp á ykkur“ Innlent