Maður vopnaður byssu ruddist inn á Carlton hótelið í Cannes í morgun og hafði á brott með sér gimsteina að verðmæti 40 milljóna evra, 6,4 milljarða íslenskra króna.
Breska ríkisútvarpið segir að maðurinn hafi brotið sér leið inn á hótelherbergi og tekið þaðan tösku sem var full af gimsteinum. Hann ógnaði síðan öryggisvörðum hótelsins með byssu áður en hljóp út af hótelinu. Ekki er ljóst hver átti töskuna.
Lögreglan segir að rannsókn standi yfir en svo virðist maðurinn hafi komist á brott með steinana.
Lygilegt rán í Cannes
