Kia hagnast vel Finnur Thorlacius skrifar 28. júlí 2013 17:16 Kia Sportage Uppgjör S-kóreska bílaframleiðandans Kia fyrir annan ársfjórðung gerði gott betur en standast væntingar þeirra er reyna að spá fyrir um hagnað bílframleiðenda. Nam hann 128 milljörðum króna og jókst velta Kia um 4,5% milli ára og var 1.585 milljarðar króna í apríl, maí og júní. Það sem helst ber uppi góða sölu Kia er 22% aukin sala í Kína. Hinsvegar minnkaði sala Kia bíla í Bandaríkjunum, sem og á heimamarkaði í S-Kóreu. Salan í Evrópu var 1,5% meiri en fyrir ári og seldust Kia cee´d og Sportage mjög vel í álfunni. Kia seldi 3,7% færri bíla í S-Ameríku, svo ekki er það svo að fyrirtækinu gangi allt í haginn á öllum markaðssvæðum, en sölufallið í Bandaríkjunum nam aðeins 0,2%, en 4% í S-Kóreu . Hyundai, sem á 34% í Kia, gekk einnig vel á öðrum ársfjórðungi og skilaði fyrirtækið 290 milljarða króna hagnaði. Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent
Uppgjör S-kóreska bílaframleiðandans Kia fyrir annan ársfjórðung gerði gott betur en standast væntingar þeirra er reyna að spá fyrir um hagnað bílframleiðenda. Nam hann 128 milljörðum króna og jókst velta Kia um 4,5% milli ára og var 1.585 milljarðar króna í apríl, maí og júní. Það sem helst ber uppi góða sölu Kia er 22% aukin sala í Kína. Hinsvegar minnkaði sala Kia bíla í Bandaríkjunum, sem og á heimamarkaði í S-Kóreu. Salan í Evrópu var 1,5% meiri en fyrir ári og seldust Kia cee´d og Sportage mjög vel í álfunni. Kia seldi 3,7% færri bíla í S-Ameríku, svo ekki er það svo að fyrirtækinu gangi allt í haginn á öllum markaðssvæðum, en sölufallið í Bandaríkjunum nam aðeins 0,2%, en 4% í S-Kóreu . Hyundai, sem á 34% í Kia, gekk einnig vel á öðrum ársfjórðungi og skilaði fyrirtækið 290 milljarða króna hagnaði.
Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent