Kia hagnast vel Finnur Thorlacius skrifar 28. júlí 2013 17:16 Kia Sportage Uppgjör S-kóreska bílaframleiðandans Kia fyrir annan ársfjórðung gerði gott betur en standast væntingar þeirra er reyna að spá fyrir um hagnað bílframleiðenda. Nam hann 128 milljörðum króna og jókst velta Kia um 4,5% milli ára og var 1.585 milljarðar króna í apríl, maí og júní. Það sem helst ber uppi góða sölu Kia er 22% aukin sala í Kína. Hinsvegar minnkaði sala Kia bíla í Bandaríkjunum, sem og á heimamarkaði í S-Kóreu. Salan í Evrópu var 1,5% meiri en fyrir ári og seldust Kia cee´d og Sportage mjög vel í álfunni. Kia seldi 3,7% færri bíla í S-Ameríku, svo ekki er það svo að fyrirtækinu gangi allt í haginn á öllum markaðssvæðum, en sölufallið í Bandaríkjunum nam aðeins 0,2%, en 4% í S-Kóreu . Hyundai, sem á 34% í Kia, gekk einnig vel á öðrum ársfjórðungi og skilaði fyrirtækið 290 milljarða króna hagnaði. Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent
Uppgjör S-kóreska bílaframleiðandans Kia fyrir annan ársfjórðung gerði gott betur en standast væntingar þeirra er reyna að spá fyrir um hagnað bílframleiðenda. Nam hann 128 milljörðum króna og jókst velta Kia um 4,5% milli ára og var 1.585 milljarðar króna í apríl, maí og júní. Það sem helst ber uppi góða sölu Kia er 22% aukin sala í Kína. Hinsvegar minnkaði sala Kia bíla í Bandaríkjunum, sem og á heimamarkaði í S-Kóreu. Salan í Evrópu var 1,5% meiri en fyrir ári og seldust Kia cee´d og Sportage mjög vel í álfunni. Kia seldi 3,7% færri bíla í S-Ameríku, svo ekki er það svo að fyrirtækinu gangi allt í haginn á öllum markaðssvæðum, en sölufallið í Bandaríkjunum nam aðeins 0,2%, en 4% í S-Kóreu . Hyundai, sem á 34% í Kia, gekk einnig vel á öðrum ársfjórðungi og skilaði fyrirtækið 290 milljarða króna hagnaði.
Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent