Ekki sér fyrir endan á átökunum í Egyptalandi Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 28. júlí 2013 19:29 Frá því að Mohamed Morsi, fyrrverandi forseta Egyptalands var steypt af stóli fyrr í þessum mánuði, hafa stuðningsmenn hans og bræðralags Múslima staðið fyrir fjölmennum mótmælendafundum á frelsistorginu í Kaíró og víðar. Oftar en einu sinni hefur slegið í brýni á milli mótmælenda og stjórnarhers. Þesis átök hafa kostað hátt í þrjú hundruð manns lífið. Rúmlega 70 særðust aðfaranótt laugardags. Í gærkvöldi var boðað til friðsamlegara mótmæla vítt og breitt um landið. Tugþúsundir svöruðu kallinu. Sem stendur er Mohamed Morsi í stofufangelsi. Hann er fyrsti lýðræðislega kjörni forseta landsins en var aðeins í embætti í um eitt ár. Skiptar skoðanir eru um valdaránið og er egypska þjóðin klofin í afstöðu sinni til Morsi og embættistíðar hans. Talið er að Morsi verði brátt fluttur í sama fangelsi og einræðisherrann fyrrverandi Hosni Mubarak var vistaður í eftir byltinguna miklu árið 2011. Morsi er sakaður um að hafa skipulagt fjöldamorð á mótmælendum sem og að hafa lagt á ráðin með palestínsku múslimasamtökunum Hamas. Stuðningsmenn Morsis krefjast þess að hann fái forsetastólinn á ný og hafa lýst því yfir að mótmælunum verði haldið áfram þangað til að þeirra kröfu verði svarað. Ólíklegt þykir að bráðabirgðastjórn Egyptalands taki þessa kröfu til umræðu. Núverandi forseti landsins, Adly Mansour, hefur gengið svo langt að heimila stjórnarhernum og lögreglu að handtaka stuðningsmenn Morsis. Skroll-m-box-tv forsíða kvöldfréttir stöð 2 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Sjá meira
Frá því að Mohamed Morsi, fyrrverandi forseta Egyptalands var steypt af stóli fyrr í þessum mánuði, hafa stuðningsmenn hans og bræðralags Múslima staðið fyrir fjölmennum mótmælendafundum á frelsistorginu í Kaíró og víðar. Oftar en einu sinni hefur slegið í brýni á milli mótmælenda og stjórnarhers. Þesis átök hafa kostað hátt í þrjú hundruð manns lífið. Rúmlega 70 særðust aðfaranótt laugardags. Í gærkvöldi var boðað til friðsamlegara mótmæla vítt og breitt um landið. Tugþúsundir svöruðu kallinu. Sem stendur er Mohamed Morsi í stofufangelsi. Hann er fyrsti lýðræðislega kjörni forseta landsins en var aðeins í embætti í um eitt ár. Skiptar skoðanir eru um valdaránið og er egypska þjóðin klofin í afstöðu sinni til Morsi og embættistíðar hans. Talið er að Morsi verði brátt fluttur í sama fangelsi og einræðisherrann fyrrverandi Hosni Mubarak var vistaður í eftir byltinguna miklu árið 2011. Morsi er sakaður um að hafa skipulagt fjöldamorð á mótmælendum sem og að hafa lagt á ráðin með palestínsku múslimasamtökunum Hamas. Stuðningsmenn Morsis krefjast þess að hann fái forsetastólinn á ný og hafa lýst því yfir að mótmælunum verði haldið áfram þangað til að þeirra kröfu verði svarað. Ólíklegt þykir að bráðabirgðastjórn Egyptalands taki þessa kröfu til umræðu. Núverandi forseti landsins, Adly Mansour, hefur gengið svo langt að heimila stjórnarhernum og lögreglu að handtaka stuðningsmenn Morsis.
Skroll-m-box-tv forsíða kvöldfréttir stöð 2 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Sjá meira