Eygló Ósk Gústavsdóttir, sundkona úr Ægi, varð í 20. sæti í undankeppni 100 metra baksundsins á HM í sundi í 50 metra laug í Barcelona í morgun.
Eygló Ósk synti vegalengdina á tímanum 1:01,74 mínútum en sextándi og síðasti tíminn inn í undanúrslitin var 1:01,25.
Íslandsmet Eyglóar, 1:01,08 mín, hefði því dugað til úrslitasætis. Keppendur í undankeppninni voru fimmtíu.
