Viðskipti erlent

Nokia Lumia 1020 með 41 megapixla myndavél

Jóhannes Stefánsson skrifar
Lumia símarnir eru almennt frekar litríkir.
Lumia símarnir eru almennt frekar litríkir. MIRROR
Nokia kynnti nýjasta símann í Lumia línunni til leiks í gær og gagnrýnendur eru mjög hrifnir af myndavél símans. Hún er 41 megapixlar og ganrýnendur segja símann vera „meiri myndavél heldur en síma." Nokkuð stór Carl Zeiss F2.2 linsa er á símanum sem gerir honum kleift að taka skýrar og lifandi myndir.

Síminn er flaggskip finnska farsímaframleiðendans og er með Windows 8 stýrikerfi. Metnaður Nokia í að gera myndavélina svo góða hrekkur þó ef til vill skammt því myndgæði eru þegar orðin svo góð í snjallsímum að það skiptir marga neytendur ekki miklu máli að vera með svo gríðargóða myndavél. Þar að auki nýtist myndavélin einungis til fulls ef síminn er tengdur við tölvu, því að ekki er hægt að deila nema 5 megapixla myndum á samfélagsmiðlana.

Síminn ætti þó að höfða til þeirra sem sækjast eftir góðri myndavél, enda kannski frekar hægt að segja að um myndavél með síma sé að ræða frekar en hitt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×