Mínir menn stóðust álagið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. júlí 2013 10:00 Strákarnir stóðu sig með sóma í Tékklandi. Mynd/Aðsend „Þú varst reyndar að vekja mig," sagði ónefndur liðsmaður karlalandsliðs Íslands í golfi þegar blaðamaður Vísis reyndi að ná í Birgi Leif Hafþórsson, liðsstjóra liðsins, í Tékklandi í gærkvöldi. Óhætt er að segja að sami blaðamaður hafi fengið vænt samviskubit. Sem betur fer var um að ræða gott glens hjá einum landsliðsmannanna sex sem tryggðu sér í dag sæti í lokakeppni Evrópumóts landsliða á næsta ári. Birgir Leifur hafði skilið síma sinn eftir á glámbekk og strákarnir gengið á lagið. „Við erum ennþá að klára kvöldverðinn," sagði Birgir Leifur léttur í símann. Íslenska liðið hafnaði í öðru sæti af tíu þjóðum á Challenge Trophy mótinu í Tékklandi og tryggði sér þannig sæti í lokakeppninni líkt og Belgar sem urðu efstir.Birgir Leifur sagði í viðtali við Fréttablaðið á fimmtudaginn að hann hefði tröllatrú á að íslenska liðinu tækist ætlunarverk sitt. Hann viðurkenndi að það væri ekki leiðinlegt að standa við stóru orðin.Guðmundur Ágúst KristjánssonMynd/GVA„Klárlega. Ég hafði mikla trú á þessum strákum. Það voru erfiðar aðstæður eins og sást kannski á skorinu. Það blés mikið en strákarnir bættu sig með hverjum deginum þannig að leikskipulagið gekk alveg upp," sagði Birgir Leifur. Enginn spilaði betur í gær en Guðmundur Ágúst Kristjánsson. Kappinn spilaði á besta skori allra yfir dagana þrjá, á 66 höggum eða sex höggum undir pari. „Hann stóð sig ótrúlega vel. Náði skollalausum degi og það var virkilega gott að fá svona hring inn í talninguna."Birgir Leifur Hafþórsson.Birgir Leifur sagði að baráttan hefði frá upphafi staðið á milli Belga, Rússa og Tékka. „Svo blönduðu Tyrkir sér inn í þetta. Þeir voru greinilega sterkir. Völlurinn var erfiður en mínir menn stóðust álagið," sagði Skagamaðurinn. Birgir Leifur er atvinnumaður og því ekki gjaldgengur í landsliðið sem aðeins er skipað áhugamönnum. Hann var í fyrsta skipti í hlutverki liðsstjóra og sagði það hafa verið skrýtin tilfinning að fylgjast með af hliðarlínunni. „Það var heiður að fá að kynnast þessum strákum."Íslenska landsliðið fór á kostum í gær.Mynd/Aðsend Golf Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
„Þú varst reyndar að vekja mig," sagði ónefndur liðsmaður karlalandsliðs Íslands í golfi þegar blaðamaður Vísis reyndi að ná í Birgi Leif Hafþórsson, liðsstjóra liðsins, í Tékklandi í gærkvöldi. Óhætt er að segja að sami blaðamaður hafi fengið vænt samviskubit. Sem betur fer var um að ræða gott glens hjá einum landsliðsmannanna sex sem tryggðu sér í dag sæti í lokakeppni Evrópumóts landsliða á næsta ári. Birgir Leifur hafði skilið síma sinn eftir á glámbekk og strákarnir gengið á lagið. „Við erum ennþá að klára kvöldverðinn," sagði Birgir Leifur léttur í símann. Íslenska liðið hafnaði í öðru sæti af tíu þjóðum á Challenge Trophy mótinu í Tékklandi og tryggði sér þannig sæti í lokakeppninni líkt og Belgar sem urðu efstir.Birgir Leifur sagði í viðtali við Fréttablaðið á fimmtudaginn að hann hefði tröllatrú á að íslenska liðinu tækist ætlunarverk sitt. Hann viðurkenndi að það væri ekki leiðinlegt að standa við stóru orðin.Guðmundur Ágúst KristjánssonMynd/GVA„Klárlega. Ég hafði mikla trú á þessum strákum. Það voru erfiðar aðstæður eins og sást kannski á skorinu. Það blés mikið en strákarnir bættu sig með hverjum deginum þannig að leikskipulagið gekk alveg upp," sagði Birgir Leifur. Enginn spilaði betur í gær en Guðmundur Ágúst Kristjánsson. Kappinn spilaði á besta skori allra yfir dagana þrjá, á 66 höggum eða sex höggum undir pari. „Hann stóð sig ótrúlega vel. Náði skollalausum degi og það var virkilega gott að fá svona hring inn í talninguna."Birgir Leifur Hafþórsson.Birgir Leifur sagði að baráttan hefði frá upphafi staðið á milli Belga, Rússa og Tékka. „Svo blönduðu Tyrkir sér inn í þetta. Þeir voru greinilega sterkir. Völlurinn var erfiður en mínir menn stóðust álagið," sagði Skagamaðurinn. Birgir Leifur er atvinnumaður og því ekki gjaldgengur í landsliðið sem aðeins er skipað áhugamönnum. Hann var í fyrsta skipti í hlutverki liðsstjóra og sagði það hafa verið skrýtin tilfinning að fylgjast með af hliðarlínunni. „Það var heiður að fá að kynnast þessum strákum."Íslenska landsliðið fór á kostum í gær.Mynd/Aðsend
Golf Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira