Samdráttur í sölu veldur forstjóra Coca Cola gremju Þorbjörn Þórðarson skrifar 16. júlí 2013 19:15 Slæmt veður dregur úr sölu á Coca Cola og er veðurfar ein af ástæðunum sem fyrirtækið gefur upp fyrir dræmri sölu á öðrum ársfjórðungi. Coca Cola, sem er stærsti gosdrykkjaframleiðandi heims miðað við tekjur, tilkynnti í dag að tekjur hefðu dregist saman um fjögur prósent á öðrum ársfjórðungi þessa árs miðað við sama tímabil í fyrra. Muhtar Kent, forstjóri Coca Cola Company, kvaðst afar ósáttur með afkomuna á fundi með greiningaraðilum í dag, en greint er frá þessu á vef Financial Times. Ástæður fyrir samdrætti í tekjum eru sagðar slæmt veðurfar og neikvæðar horfur í efnagslífinu á heimsvísu, eins og minnkandi kaupmáttur. Tekjur drógust saman niður í 2,68 milljarða dollara úr 2,79 milljörðum dollara á sama tíma í fyrra.Færri svala þorstanum í sögulega köldu veðri Coca Cola Company tilgreinir helst lélegar horfur í efnahagsmálum í Evrópu, Asíu og rómönsku ameríku og „sögulega blautt og kalt veðurfar“ á öðrum ársfjórðungi, en margir svala þorstanum í hita með ískaldri kók. Í Evrópu og Indlandi voru flóð í vor og í mörgum ríkjum Bandaríkjanna var snjókoma í apríl, sem þykir óvenjulegt. Þá var júní óvenju vætusamur vestanhafs. Minnkandi kaupmáttur hefur jafnframt dregið úr markaði fyrir gosdrykki og aðra drykkjarvöru án áfengis. Forvitnilegt væri að sjá hvort sala á kóki sé jafn næm fyrir slæmu veðurfari hér á landi, en júní og júlí hafa verið mjög vætusamir, meira að segja á íslenskan mælikvarða og margir Íslendingar hafa ferðast suður á bóginn í leit að einhverju betra.Ágætis rekstur á Vífilfelli Ágætis rekstur er á Vífilfelli, söluaðila Coca Cola á Íslandi, en fyrirtækið var keypt af Cobega, framleiðanda og dreifingaraðila Coca Cola á Spáni í byrjun árs 2011 í tengslum við skuldauppgjör Þorsteins M. Jónssonar. Þorsteinn hafði sjálfur milligöngu um að hið spænska félag kæmi að kaupunum en hann hafði áður verið í viðræðum við kröfuhafa vegna skuldauppgjörsins. Síðasti birti ársreikningur Vífilfells er fyrir árið 2010 samkvæmt ársreikningaskrá en þá hagnaðist fyrirtækið um 1,8 milljarða króna en eigið fé í lok árs var jákvætt um 2,9 milljarða króna. Eftir því sem fréttastofa kemst næst er Þorsteinn enn hjá fyrirtækinu sem ráðgjafi nýrra eigenda. Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Coca Cola, sem er stærsti gosdrykkjaframleiðandi heims miðað við tekjur, tilkynnti í dag að tekjur hefðu dregist saman um fjögur prósent á öðrum ársfjórðungi þessa árs miðað við sama tímabil í fyrra. Muhtar Kent, forstjóri Coca Cola Company, kvaðst afar ósáttur með afkomuna á fundi með greiningaraðilum í dag, en greint er frá þessu á vef Financial Times. Ástæður fyrir samdrætti í tekjum eru sagðar slæmt veðurfar og neikvæðar horfur í efnagslífinu á heimsvísu, eins og minnkandi kaupmáttur. Tekjur drógust saman niður í 2,68 milljarða dollara úr 2,79 milljörðum dollara á sama tíma í fyrra.Færri svala þorstanum í sögulega köldu veðri Coca Cola Company tilgreinir helst lélegar horfur í efnahagsmálum í Evrópu, Asíu og rómönsku ameríku og „sögulega blautt og kalt veðurfar“ á öðrum ársfjórðungi, en margir svala þorstanum í hita með ískaldri kók. Í Evrópu og Indlandi voru flóð í vor og í mörgum ríkjum Bandaríkjanna var snjókoma í apríl, sem þykir óvenjulegt. Þá var júní óvenju vætusamur vestanhafs. Minnkandi kaupmáttur hefur jafnframt dregið úr markaði fyrir gosdrykki og aðra drykkjarvöru án áfengis. Forvitnilegt væri að sjá hvort sala á kóki sé jafn næm fyrir slæmu veðurfari hér á landi, en júní og júlí hafa verið mjög vætusamir, meira að segja á íslenskan mælikvarða og margir Íslendingar hafa ferðast suður á bóginn í leit að einhverju betra.Ágætis rekstur á Vífilfelli Ágætis rekstur er á Vífilfelli, söluaðila Coca Cola á Íslandi, en fyrirtækið var keypt af Cobega, framleiðanda og dreifingaraðila Coca Cola á Spáni í byrjun árs 2011 í tengslum við skuldauppgjör Þorsteins M. Jónssonar. Þorsteinn hafði sjálfur milligöngu um að hið spænska félag kæmi að kaupunum en hann hafði áður verið í viðræðum við kröfuhafa vegna skuldauppgjörsins. Síðasti birti ársreikningur Vífilfells er fyrir árið 2010 samkvæmt ársreikningaskrá en þá hagnaðist fyrirtækið um 1,8 milljarða króna en eigið fé í lok árs var jákvætt um 2,9 milljarða króna. Eftir því sem fréttastofa kemst næst er Þorsteinn enn hjá fyrirtækinu sem ráðgjafi nýrra eigenda.
Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira