Fótbolti

Ekkert tilboð borist í Thiago

Stefán Árni Pálsson skrifar
Thiago í leik með spænska U-21 árs landsliðinu
Thiago í leik með spænska U-21 árs landsliðinu Mynd / getty images
Barcelona virðist ekki hafa fengið nein tilboð í Thiago á undanförnum vikum ef marka má orð forráðamanna félagsins.

Sky Sports greinir frá þessu í dag en leikmaðurinn hefur verið orðaður við Manchester United í allt sumar, einnig hafa verið uppi sögusagnir að Thiago fari til FC Bayern.

Leikmaðurinn mun bráðlega þurfa mæta til æfinga hjá Barcelona en samkvæmt spænskum fjölmiðlum vill hann yfirgefa félagið.

Andoni Zubizarreta, yfirmaður íþróttamála hjá Barcelona, mun hafa fundað með föður leikmannsins og vill félagið fá að vita ákvörðun Thiago á næstu tíu dögum.

Leikmaðurinn hefur ákveðna klásúlu í sínum samningi við Barcelona að hann getur yfirgefið félagið ef tilboð uppá rúmlega 15 milljónir punda berst í Thiago en hann byrjaði 15 leiki fyrir Barce á síðustu leiktíð og vill líklega meiri spiltíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×