Strumparúta Loga Bergmanns Karen Kjartansdóttir skrifar 6. júlí 2013 11:22 Frá því ég tók fyrst eftir manninum mínum á sveitaballi fyrir austan fjall í lok tíunda áratugar síðustu aldar hefur mér þótt hann bera af öllum öðrum. Hann er vörpulegur, blíður og gáfaður - draumur sérhverrar konu. Þess vegna hef ég sætt mig við þá staðreynd að hann hefur engan smekk á bílum. Reyndar pantaði hann fagran Volvó frá Bandaríkjunum í byrjun árs 2008 af því að við töldum að gamli Skódinn væri okkur ekki samboðinn. Tafir urðu á afhendingunni og bílinn fengum við ekki í hendur fyrr en í lok nóvember 2008. Þið munið kannski hvernig ástandið í landinu var á þeim tíma. Það var nákvæmlega ekkert töff að vera á nýjum svörtum Volvó þá. Bíllinn sá varð til eilífrar armæðu og við urðum þeirri stund fegnust þegar við losnuðum við hann. Síðan þá hefur maðurinn minn neitað að skipta um bíl; Skódinn átti að duga fjölskyldunni inn í eilífðina en hefur látið á sjá. Enga rúðu er lengur hægt að draga niður, ekki hefur verið hægt að læsa honum frá því árið 2006, skottið helst ekki uppi og þrengslin hjá elsta barninu á milli tveggja barnastóla ólýsanleg. Á ferð okkar austur á Hvolsvöll um daginn í steikjandi sól, með barnsgrát og slagsmál ómandi úr aftursætinu, sáum við að hvað sem allri eftirhruns rómantík um nægjusemi liði væri ekki hægt að búa við þetta lengur. Við brunuðum inn á bílasölu á Selfossi hálf örvilnuð. Maðurinn minn benti á eins konar strumparútu. Ég hló í taugaveiklan og sagði: „Þú ert að grínast." Hann horfði á mig alvarlegur og svaraði: „Logi Bergmann á svona bíl." Nú er fjölskyldan komin á strumparútu, meira að segja sjálfa strumparútu Loga Bergmanns því þegar ég sagði honum frá ummælum eiginmannsins bauð hann bílinn umsvifalaust til sölu, ákafur mjög. Slagsmál heyra sögunni til (börnin ná ekki í hvert annað) og allir eru glaðir. Heill sé Loga Bergmann - manninum sem gerir strumparútur töff og fékk eiginmann minn til að sætta sig við að skipta um bíl. Við erum frjáls. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karen Kjartansdóttir Mest lesið Að mása sig hása til að tefja Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun
Frá því ég tók fyrst eftir manninum mínum á sveitaballi fyrir austan fjall í lok tíunda áratugar síðustu aldar hefur mér þótt hann bera af öllum öðrum. Hann er vörpulegur, blíður og gáfaður - draumur sérhverrar konu. Þess vegna hef ég sætt mig við þá staðreynd að hann hefur engan smekk á bílum. Reyndar pantaði hann fagran Volvó frá Bandaríkjunum í byrjun árs 2008 af því að við töldum að gamli Skódinn væri okkur ekki samboðinn. Tafir urðu á afhendingunni og bílinn fengum við ekki í hendur fyrr en í lok nóvember 2008. Þið munið kannski hvernig ástandið í landinu var á þeim tíma. Það var nákvæmlega ekkert töff að vera á nýjum svörtum Volvó þá. Bíllinn sá varð til eilífrar armæðu og við urðum þeirri stund fegnust þegar við losnuðum við hann. Síðan þá hefur maðurinn minn neitað að skipta um bíl; Skódinn átti að duga fjölskyldunni inn í eilífðina en hefur látið á sjá. Enga rúðu er lengur hægt að draga niður, ekki hefur verið hægt að læsa honum frá því árið 2006, skottið helst ekki uppi og þrengslin hjá elsta barninu á milli tveggja barnastóla ólýsanleg. Á ferð okkar austur á Hvolsvöll um daginn í steikjandi sól, með barnsgrát og slagsmál ómandi úr aftursætinu, sáum við að hvað sem allri eftirhruns rómantík um nægjusemi liði væri ekki hægt að búa við þetta lengur. Við brunuðum inn á bílasölu á Selfossi hálf örvilnuð. Maðurinn minn benti á eins konar strumparútu. Ég hló í taugaveiklan og sagði: „Þú ert að grínast." Hann horfði á mig alvarlegur og svaraði: „Logi Bergmann á svona bíl." Nú er fjölskyldan komin á strumparútu, meira að segja sjálfa strumparútu Loga Bergmanns því þegar ég sagði honum frá ummælum eiginmannsins bauð hann bílinn umsvifalaust til sölu, ákafur mjög. Slagsmál heyra sögunni til (börnin ná ekki í hvert annað) og allir eru glaðir. Heill sé Loga Bergmann - manninum sem gerir strumparútur töff og fékk eiginmann minn til að sætta sig við að skipta um bíl. Við erum frjáls.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun