Lotus James Bond boðinn upp Finnur Thorlacius skrifar 30. júní 2013 11:45 Lotus Esprit bíll James Bond Einn frægasti og sérstakasti bíll kvikmyndanna verður boðinn upp í London 8. september næstkomandi. Sá sem mætir með bólgnasta veskið til London getur þá eignast Lotus Esprit bíl James Bond sem bæði gat ekið á vegum og farið um neðansjávar. Bíll þessi var farartæki spæjarans ráðagóða í myndinni The Spy Who Loved Me.Þessi bíll er sannarlega ekkert fals því hann gat raunverulega kafað eins og kafbátur og það kostaði 100.000 dollara á sínum tíma að útbúa bílinn til þess arna, en það samsvarar 400.000 dollurum í dag, ígildi 50 milljóna króna. Saga bílsins er um margt merkleg eftir að hann hafði þjónað sínu hlutverki í bíómyndinni á áttunda árartug síðustu aldar. Hann var fluttur til Long Island í New York fylki og geymsla á honum fyrirframgreidd til 10 ára. Þegar rífa átti síðan þessa geymslu árið 1989, kom bíllinn í ljós og þar sem enginn lýsti yfir eignarhaldi sínu á bílnum var hann boðinn upp og eiguðustu hjón ein hann fyrir lítið sem vissu í raun ekki hvað þau höfðu þarna í höndunum. Þau hafa þó sýnt bílinn við nokkur tækifæri síðan þá, en ætla núna að láta reyna á það hversu mikils virði hann er. Ekki er langt síðan að tæplega 600 milljónir króna fengust fyrir Aston Martin DB5 bíl James Bond sem notaður var í myndunum Goldfinger og Thunderball og spennandi verður að sjá hvort meira fæst fyrir þennan Lotus bíl spæjarans. Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent
Einn frægasti og sérstakasti bíll kvikmyndanna verður boðinn upp í London 8. september næstkomandi. Sá sem mætir með bólgnasta veskið til London getur þá eignast Lotus Esprit bíl James Bond sem bæði gat ekið á vegum og farið um neðansjávar. Bíll þessi var farartæki spæjarans ráðagóða í myndinni The Spy Who Loved Me.Þessi bíll er sannarlega ekkert fals því hann gat raunverulega kafað eins og kafbátur og það kostaði 100.000 dollara á sínum tíma að útbúa bílinn til þess arna, en það samsvarar 400.000 dollurum í dag, ígildi 50 milljóna króna. Saga bílsins er um margt merkleg eftir að hann hafði þjónað sínu hlutverki í bíómyndinni á áttunda árartug síðustu aldar. Hann var fluttur til Long Island í New York fylki og geymsla á honum fyrirframgreidd til 10 ára. Þegar rífa átti síðan þessa geymslu árið 1989, kom bíllinn í ljós og þar sem enginn lýsti yfir eignarhaldi sínu á bílnum var hann boðinn upp og eiguðustu hjón ein hann fyrir lítið sem vissu í raun ekki hvað þau höfðu þarna í höndunum. Þau hafa þó sýnt bílinn við nokkur tækifæri síðan þá, en ætla núna að láta reyna á það hversu mikils virði hann er. Ekki er langt síðan að tæplega 600 milljónir króna fengust fyrir Aston Martin DB5 bíl James Bond sem notaður var í myndunum Goldfinger og Thunderball og spennandi verður að sjá hvort meira fæst fyrir þennan Lotus bíl spæjarans.
Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent