Lotus James Bond boðinn upp Finnur Thorlacius skrifar 30. júní 2013 11:45 Lotus Esprit bíll James Bond Einn frægasti og sérstakasti bíll kvikmyndanna verður boðinn upp í London 8. september næstkomandi. Sá sem mætir með bólgnasta veskið til London getur þá eignast Lotus Esprit bíl James Bond sem bæði gat ekið á vegum og farið um neðansjávar. Bíll þessi var farartæki spæjarans ráðagóða í myndinni The Spy Who Loved Me.Þessi bíll er sannarlega ekkert fals því hann gat raunverulega kafað eins og kafbátur og það kostaði 100.000 dollara á sínum tíma að útbúa bílinn til þess arna, en það samsvarar 400.000 dollurum í dag, ígildi 50 milljóna króna. Saga bílsins er um margt merkleg eftir að hann hafði þjónað sínu hlutverki í bíómyndinni á áttunda árartug síðustu aldar. Hann var fluttur til Long Island í New York fylki og geymsla á honum fyrirframgreidd til 10 ára. Þegar rífa átti síðan þessa geymslu árið 1989, kom bíllinn í ljós og þar sem enginn lýsti yfir eignarhaldi sínu á bílnum var hann boðinn upp og eiguðustu hjón ein hann fyrir lítið sem vissu í raun ekki hvað þau höfðu þarna í höndunum. Þau hafa þó sýnt bílinn við nokkur tækifæri síðan þá, en ætla núna að láta reyna á það hversu mikils virði hann er. Ekki er langt síðan að tæplega 600 milljónir króna fengust fyrir Aston Martin DB5 bíl James Bond sem notaður var í myndunum Goldfinger og Thunderball og spennandi verður að sjá hvort meira fæst fyrir þennan Lotus bíl spæjarans. Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent
Einn frægasti og sérstakasti bíll kvikmyndanna verður boðinn upp í London 8. september næstkomandi. Sá sem mætir með bólgnasta veskið til London getur þá eignast Lotus Esprit bíl James Bond sem bæði gat ekið á vegum og farið um neðansjávar. Bíll þessi var farartæki spæjarans ráðagóða í myndinni The Spy Who Loved Me.Þessi bíll er sannarlega ekkert fals því hann gat raunverulega kafað eins og kafbátur og það kostaði 100.000 dollara á sínum tíma að útbúa bílinn til þess arna, en það samsvarar 400.000 dollurum í dag, ígildi 50 milljóna króna. Saga bílsins er um margt merkleg eftir að hann hafði þjónað sínu hlutverki í bíómyndinni á áttunda árartug síðustu aldar. Hann var fluttur til Long Island í New York fylki og geymsla á honum fyrirframgreidd til 10 ára. Þegar rífa átti síðan þessa geymslu árið 1989, kom bíllinn í ljós og þar sem enginn lýsti yfir eignarhaldi sínu á bílnum var hann boðinn upp og eiguðustu hjón ein hann fyrir lítið sem vissu í raun ekki hvað þau höfðu þarna í höndunum. Þau hafa þó sýnt bílinn við nokkur tækifæri síðan þá, en ætla núna að láta reyna á það hversu mikils virði hann er. Ekki er langt síðan að tæplega 600 milljónir króna fengust fyrir Aston Martin DB5 bíl James Bond sem notaður var í myndunum Goldfinger og Thunderball og spennandi verður að sjá hvort meira fæst fyrir þennan Lotus bíl spæjarans.
Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent