Vond veiði í Veiðivötnum Jakob Bjarnar skrifar 21. júní 2013 11:04 Oftast hefur veiðst betur í Veiðivötnum en í þessari opnun, en þar hafa jafnan veiðst vænir fiskar. Opnunin í Veiðivötnum er sú versta í manna minnum. "Jahh, þeir sögðu það karlarnir sem hafa verið þarna í tuttugu til þrjátíu ár að þetta sé lélegasta opnun í Veiðivötnum síðan sögur hófust," segir Atli Bergmann veiðimaður - sem vanur er að koma til byggða með fleiri fiska en nú var. Veiði í Veiðivötnum hófst 18. júní kl.15. Aðgerðakör sem oftast eru full af fiski voru vart svipur hjá sjón. Veður var óhagstætt, kalt og aðeins þeir hörðustu héldu út daginn. Að sögn Atla eru þarna menn sem gjörþekkja svæðið, vita nákvæmlega hvar fiskurinn liggur eftir því hvernig hitastig er og hvernig vindar blása. Þeir eru með veiðibúnað til að mæta því. Á vef Veiðivatna segir að veiði hafi verið þokkaleg og flest vötn hafi gefið fiska. Stærsti fiskurinn var 10,5 punda purriði úr Hraunvötnum. Þá voru að koma vænir fiskar úr Litlasjó og Grænavatni. "Athygli vöktu góðar bleikjur úr Langavatni. Kunnugir telja bleikjuna þar betri en í fyrra." Öll hús og veiðileyfi eru upppöntuð í Veiðivötnum. Stangveiði Mest lesið 105 sm lax úr Hítará Veiði 14.305 veiddir fiskar í Veiðivötnum Veiði Lokatölur úr ánum og vangaveltur Veiði Nýjar tölur úr laxveiðiánum, veiðin greinilega á uppleið Veiði Nýr leigutaki Þverár og Kjarrár Veiði Topp 10 listinn yfir aflahæstu árnar Veiði Eystri Rangá að nálgast 2.000 laxa Veiði Þinn eigin rjúpusnafs Veiði Norðurá opnar á mánudaginn Veiði Góðar laxagöngur í Gljúfurá Veiði
Opnunin í Veiðivötnum er sú versta í manna minnum. "Jahh, þeir sögðu það karlarnir sem hafa verið þarna í tuttugu til þrjátíu ár að þetta sé lélegasta opnun í Veiðivötnum síðan sögur hófust," segir Atli Bergmann veiðimaður - sem vanur er að koma til byggða með fleiri fiska en nú var. Veiði í Veiðivötnum hófst 18. júní kl.15. Aðgerðakör sem oftast eru full af fiski voru vart svipur hjá sjón. Veður var óhagstætt, kalt og aðeins þeir hörðustu héldu út daginn. Að sögn Atla eru þarna menn sem gjörþekkja svæðið, vita nákvæmlega hvar fiskurinn liggur eftir því hvernig hitastig er og hvernig vindar blása. Þeir eru með veiðibúnað til að mæta því. Á vef Veiðivatna segir að veiði hafi verið þokkaleg og flest vötn hafi gefið fiska. Stærsti fiskurinn var 10,5 punda purriði úr Hraunvötnum. Þá voru að koma vænir fiskar úr Litlasjó og Grænavatni. "Athygli vöktu góðar bleikjur úr Langavatni. Kunnugir telja bleikjuna þar betri en í fyrra." Öll hús og veiðileyfi eru upppöntuð í Veiðivötnum.
Stangveiði Mest lesið 105 sm lax úr Hítará Veiði 14.305 veiddir fiskar í Veiðivötnum Veiði Lokatölur úr ánum og vangaveltur Veiði Nýjar tölur úr laxveiðiánum, veiðin greinilega á uppleið Veiði Nýr leigutaki Þverár og Kjarrár Veiði Topp 10 listinn yfir aflahæstu árnar Veiði Eystri Rangá að nálgast 2.000 laxa Veiði Þinn eigin rjúpusnafs Veiði Norðurá opnar á mánudaginn Veiði Góðar laxagöngur í Gljúfurá Veiði