Alls tóku 88 hlauparar þátt í Mt. Esja Ultra-hlaupinu í gær en þá er hlaupið upp og niður Esjuna. Fimm hlauparar fóru tíu ferðir upp að Steini en hægt var að fara eina, tvær, fimm eða tíu ferðir þangað upp. Hver ferð er 7 kílómetrar með 600 metra hækkun.
Friðleifur Friðleifsson sigraði í flokki tíu ferða á 9 klukkustundum, 43 mínútum og 12 sekúndum. Hann bætti besta tímann frá árinu áður um eina klukkustund og 43 mínútur. Þess má geta að Friðleifur sigraði fimm ferða hlaupið í fyrra.
Í flokki fimm ferða sigraði Sigurjón Sturluson á tímanum 4:41:34 í karlaflokki en Elísabet Margeirsdóttir á tímanum 5:30:02 í flokki kvenna.
Sigurvegari karla í tveimur ferðum var Guðni Páll Pálsson á tímanum 1:35:38 og í kvennaflokki fór Katrín Lilja Sigurðardóttir með sigur af hólmi á tímanum 1:59:59.
Valþór Ásgrímsson var fyrstur með eina ferð í karlaflokki á tímanum 50:19 og Fjóla Dröfn Guðmundsdóttir sigraði kvennaflokkinn á tímanum 59:12.
Hljóp upp og niður Esjuna í tæpa tíu klukkutíma

Mest lesið

Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið
Enski boltinn

Gera grín að Jürgen Klopp
Fótbolti


Víkingar skipta um gír
Íslenski boltinn






„Getum gengið stoltar frá borði“
Handbolti