Ný Top Gear þáttaröð að hefjast Finnur Thorlacius skrifar 24. júní 2013 09:46 Þeir eru búnir að vera lengi að þríeykið í BBC bílaþáttunum Top Gear, en tuttuguasta þáttaröð þeirra hefst nú á sunnudaginn í Bretlandi og vonandi er stutt í sýningu þeirra hér á landi. Þó að reynt sé ávallt að halda efni þáttanna leyndum sem kostur er lekur alltaf eitthvað út, sérstaklega þegar senurnar eru eins stórar og á eins áberandi stað og sést í meðfylgjandi myndskeiði. Þar er verið að mynda stærstu einstöku senu sem mynduð hefur verið í þáttunum að sögn Jeremy Clarkson, eins þáttastjórnenda. Á því sést vafalaust megnið af breskri bílaframleiðslu gegnum alla bílasöguna og þeim er lagt á heimreiðinni að Buckingham höll. Áberandi eru Rolls Royce, Bentley, McLaren og Aston Martin bílar, stolt þeirra Breta. Þarna sjást líka Formúlu 1 bílar sem smíðaðir eru í Bretlandi, en megnið af þeim eru það víst. Mini bílar sjást einnig, smáir blæjubílar af ýmsum gerðum, herbílar, sláttuvélar, húsbílar, rútur, vinnuvélar og fleira skrítilegt. Engu að síður eru sportbílar þeirra Breta senuþjófarnir. Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent
Þeir eru búnir að vera lengi að þríeykið í BBC bílaþáttunum Top Gear, en tuttuguasta þáttaröð þeirra hefst nú á sunnudaginn í Bretlandi og vonandi er stutt í sýningu þeirra hér á landi. Þó að reynt sé ávallt að halda efni þáttanna leyndum sem kostur er lekur alltaf eitthvað út, sérstaklega þegar senurnar eru eins stórar og á eins áberandi stað og sést í meðfylgjandi myndskeiði. Þar er verið að mynda stærstu einstöku senu sem mynduð hefur verið í þáttunum að sögn Jeremy Clarkson, eins þáttastjórnenda. Á því sést vafalaust megnið af breskri bílaframleiðslu gegnum alla bílasöguna og þeim er lagt á heimreiðinni að Buckingham höll. Áberandi eru Rolls Royce, Bentley, McLaren og Aston Martin bílar, stolt þeirra Breta. Þarna sjást líka Formúlu 1 bílar sem smíðaðir eru í Bretlandi, en megnið af þeim eru það víst. Mini bílar sjást einnig, smáir blæjubílar af ýmsum gerðum, herbílar, sláttuvélar, húsbílar, rútur, vinnuvélar og fleira skrítilegt. Engu að síður eru sportbílar þeirra Breta senuþjófarnir.
Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent