Óheppnir ungir bílþjófar Finnur Thorlacius skrifar 24. júní 2013 11:15 Einbýlishúsin tvö í ljósum logum Það hljóta að teljast dramatísk endalok á bílþjófnaði að eyðileggja tvö einbýlishús og bílinn í leiðinni. Fjögur ungmenni stálu 22 ára gömlum Toyota Camry bíl í San Hose í Kaliforníu og fóru í bíltúr. Þar sem þau gátu gert fátt annað en rangt þennan dag óku þau bílnum ljóslausum að kveldi og drógu fyrir vikið athygli lögreglunnar. Hún veitti þeim eftirför sem endaði með því að ungmennin óku að krafti á einbýlishús eftir stuttan eltingaleik. Við áreksturinn rofnaði gasleyðsla í húsinu sem á augabraði kveikti í því og því næsta við hliðiná og eru þau gerónýt. Auk þess skemmdust önnur hús í nágrenninu. Bíllinn aldni endaði að sjálfsögðu lífdaga sína í eldhafinu, en krakkarnir sluppu út úr bílunum áður en logarnir sendu þau sömu leið. Ekkert þeirra slasaðist alvarlega en einn var fluttur á spítala. Enginn í húsunum meiddist og heimilishundurinn í öðru þeirra slapp einnig. Aðeins ökumaður bílsins var færður til bókar hjá lögreglunni, en hin þrjú ungmennin sluppu með áminningu en voru svo færð foreldrum sínum, sem vafalaust var lítið skemmt. Eigendum húsanna tveggja er líklega að sama skapi ekki skemmt, en þau eru nú heimilislaus. Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Innlent
Það hljóta að teljast dramatísk endalok á bílþjófnaði að eyðileggja tvö einbýlishús og bílinn í leiðinni. Fjögur ungmenni stálu 22 ára gömlum Toyota Camry bíl í San Hose í Kaliforníu og fóru í bíltúr. Þar sem þau gátu gert fátt annað en rangt þennan dag óku þau bílnum ljóslausum að kveldi og drógu fyrir vikið athygli lögreglunnar. Hún veitti þeim eftirför sem endaði með því að ungmennin óku að krafti á einbýlishús eftir stuttan eltingaleik. Við áreksturinn rofnaði gasleyðsla í húsinu sem á augabraði kveikti í því og því næsta við hliðiná og eru þau gerónýt. Auk þess skemmdust önnur hús í nágrenninu. Bíllinn aldni endaði að sjálfsögðu lífdaga sína í eldhafinu, en krakkarnir sluppu út úr bílunum áður en logarnir sendu þau sömu leið. Ekkert þeirra slasaðist alvarlega en einn var fluttur á spítala. Enginn í húsunum meiddist og heimilishundurinn í öðru þeirra slapp einnig. Aðeins ökumaður bílsins var færður til bókar hjá lögreglunni, en hin þrjú ungmennin sluppu með áminningu en voru svo færð foreldrum sínum, sem vafalaust var lítið skemmt. Eigendum húsanna tveggja er líklega að sama skapi ekki skemmt, en þau eru nú heimilislaus.
Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Innlent