Hver að verða síðastur að þreyta skotpróf Jakob Bjarnar skrifar 24. júní 2013 10:35 Vænn tarfur. Nú stefnir í að einhverjir sem fengu leyfi missi af lestinni. Nú stefnir í mikla örtröð á skotvöllum landsins. Þeir sem fengu úthlutað hreindýraveiðileyfi þurfa að gangast undir skotpróf og fyrir síðustu helgi áttu 700 eftir að taka prófið. Síðasti dagur er á sunnudag. Í fyrra var veittur frestur en sú verður ekki raunin nú. Að sögn Steinars Rafns Beck Baldurssonar, hjá umhverfisstofnun, virðist þetta háttur Íslendinga, að draga allt fram á síðustu stundu. Þeir sem standast ekki skotpróf fyrir næstu mánaðamót fá staðfestingargjald vegna veiðileyfisins, 25% þess, ekki endurgreitt. „Þá eru þeir í raun búnir að missa leyfið," segir Steinar, og kemur þá til endurúthlutunar til þeirra sem eru á biðlista. Í ár var kvótinn 1227 dýr. Tímabilið hefst 15. júlí og endar 20. september. Á landinu er skráður 21 skotvöllur og þar stefnir í mikla riffilskothríð næstu daga. Í fyrra féllu 30 prósent þeirra sem tóku prófið í fyrstu tilraun. Steinar segir að menn, þeir sem hafa mætt, séu betur undirbúnir nú, en 20 prósenta fall er í fyrstu tilraun. Þá þurfa menn að taka prófið aftur og er tíminn naumur. Stangveiði Mest lesið Fer Jökla yfir 1000 laxa í sumar? Veiði Ný vötn í Veiðikortinu Veiði Áframhald á kuldatíð seinkar veiðivon á norðurlandi Veiði Stórurriði sleit sig lausann við Elliðavatn í gærkvöldi Veiði Gengið með Langá og Haukadalsá Veiði Eystri Rangá aflahæst laxveiðiánna Veiði Þingvallaurriðinn gefur sig ekki án fyrirhafnar Veiði 75 ára afmæli SVFR Veiði Síðasta rjúpnahelgin framundan Veiði Húseyjakvísl gaf vel þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði
Nú stefnir í mikla örtröð á skotvöllum landsins. Þeir sem fengu úthlutað hreindýraveiðileyfi þurfa að gangast undir skotpróf og fyrir síðustu helgi áttu 700 eftir að taka prófið. Síðasti dagur er á sunnudag. Í fyrra var veittur frestur en sú verður ekki raunin nú. Að sögn Steinars Rafns Beck Baldurssonar, hjá umhverfisstofnun, virðist þetta háttur Íslendinga, að draga allt fram á síðustu stundu. Þeir sem standast ekki skotpróf fyrir næstu mánaðamót fá staðfestingargjald vegna veiðileyfisins, 25% þess, ekki endurgreitt. „Þá eru þeir í raun búnir að missa leyfið," segir Steinar, og kemur þá til endurúthlutunar til þeirra sem eru á biðlista. Í ár var kvótinn 1227 dýr. Tímabilið hefst 15. júlí og endar 20. september. Á landinu er skráður 21 skotvöllur og þar stefnir í mikla riffilskothríð næstu daga. Í fyrra féllu 30 prósent þeirra sem tóku prófið í fyrstu tilraun. Steinar segir að menn, þeir sem hafa mætt, séu betur undirbúnir nú, en 20 prósenta fall er í fyrstu tilraun. Þá þurfa menn að taka prófið aftur og er tíminn naumur.
Stangveiði Mest lesið Fer Jökla yfir 1000 laxa í sumar? Veiði Ný vötn í Veiðikortinu Veiði Áframhald á kuldatíð seinkar veiðivon á norðurlandi Veiði Stórurriði sleit sig lausann við Elliðavatn í gærkvöldi Veiði Gengið með Langá og Haukadalsá Veiði Eystri Rangá aflahæst laxveiðiánna Veiði Þingvallaurriðinn gefur sig ekki án fyrirhafnar Veiði 75 ára afmæli SVFR Veiði Síðasta rjúpnahelgin framundan Veiði Húseyjakvísl gaf vel þrátt fyrir erfið skilyrði Veiði