Í máli gegn Forbes vegna stöðu sinnar á auðmannalista 10. júní 2013 08:07 Saudi Arabískur prins og milljarðamæringur hefur höfðað mál gegn Forbes tímaritinu í London. Hann sakar tímaritið um að hafa ekki reiknað auðæfi sín rétt út og að hann eigi að vera ofar á árlegum lista Forbes yfir helstu milljarðamæringa heimsins. Prinsinn sem hér um ræðir, Alwaleed bin Talal, var í 26. sæti á listanum fyrir þetta ár með auðæfin sem metin voru á 20 milljarða dollara. Prinsinn segir að auðæfi sín séu 10 milljörðum dollara meiri og því eigi hann að vera ofar á listanum. Í frétt um málið í blaðinu Los Angeles Times segir að prinsinn sé æfur af reiði vegna þess hversu neðarlega hann er á þessum lista. Fram kemur í blaðinu að Forbes kunni að hafa gert hann enn reiðari með því að birta grein um hvernig hann metur sjálfur auðæfi sín en þar stendur ekki steinn yfir steini að mati tímaritsins. „Árum saman hafa fyrrum forstjórar fyrirtækja í eigu Alwaleed sagt mér að prinsinn ýki eigur sínar á kerfisbundinn hátt um milljarða dollara þótt hann sé einn af auðugustu mönnum heimsins,“ skrifaði Kerry Dolan einn af blaðamönnum Forbes í fyrrnefndri grein. Hann bætir því við að jafnvel hinum athyglissjúka Donald Trump hafi aldrei dottið slíkt í hug. Í frétt Los Angeles Times segir að ef auðæfi prinsins væru metin 10 milljörðum dollara meiri en Forbes gerir myndi það nægja til að hann næði 9. sæti á fyrrgreindum lista. Mest lesið Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Viðskipti innlent Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Saudi Arabískur prins og milljarðamæringur hefur höfðað mál gegn Forbes tímaritinu í London. Hann sakar tímaritið um að hafa ekki reiknað auðæfi sín rétt út og að hann eigi að vera ofar á árlegum lista Forbes yfir helstu milljarðamæringa heimsins. Prinsinn sem hér um ræðir, Alwaleed bin Talal, var í 26. sæti á listanum fyrir þetta ár með auðæfin sem metin voru á 20 milljarða dollara. Prinsinn segir að auðæfi sín séu 10 milljörðum dollara meiri og því eigi hann að vera ofar á listanum. Í frétt um málið í blaðinu Los Angeles Times segir að prinsinn sé æfur af reiði vegna þess hversu neðarlega hann er á þessum lista. Fram kemur í blaðinu að Forbes kunni að hafa gert hann enn reiðari með því að birta grein um hvernig hann metur sjálfur auðæfi sín en þar stendur ekki steinn yfir steini að mati tímaritsins. „Árum saman hafa fyrrum forstjórar fyrirtækja í eigu Alwaleed sagt mér að prinsinn ýki eigur sínar á kerfisbundinn hátt um milljarða dollara þótt hann sé einn af auðugustu mönnum heimsins,“ skrifaði Kerry Dolan einn af blaðamönnum Forbes í fyrrnefndri grein. Hann bætir því við að jafnvel hinum athyglissjúka Donald Trump hafi aldrei dottið slíkt í hug. Í frétt Los Angeles Times segir að ef auðæfi prinsins væru metin 10 milljörðum dollara meiri en Forbes gerir myndi það nægja til að hann næði 9. sæti á fyrrgreindum lista.
Mest lesið Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Viðskipti innlent Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira