Hlaðborðin og næturlífið skiluðu íslensku silfri á HM í Los Angeles Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. júní 2013 11:30 Bolli (lengst til vinstri) á verðlaunapalli í Los Angeles. Bolli Thoroddsen vann til silfurverðlauna á heimsmeistaramóti í hvítabeltisflokki í brasilísku jiu jitsu í Los Angeles á dögunum. „Ég hef aldrei verið þekktur fyrir íþróttaafrek, er að skríða yfir þrítugt, og vikuna áður var ég í skemmtiferð með vinum mínum í Las Vegas þar sem farið var á stór hlaðborð á morgnana, hangið við sundalaugarbakkann á daginn og næturlífið skannað á næturnar," segir Bolli á léttu nótunum. Bolli hefur búið í Tókýó undanfarin ár þar sem hann stundar nám og starfar. Hann keppti á heimsmeistaramótinu með liði sínu Triforce frá Tókýó en þátttendur á mótinu eru á annað þúsund. Þá fylgjast mörg þúsund áhorfendur með gangi mála. Bolli keppi í 82-88 kg flokki og vill leggja áherslu á að hvíta beltið er fyrsta gráðan í íþróttinni. Bolli á góðri stundu með félögum sínum í Japan. „Ég hef æft íþróttina í eitt ár en áður hafði ég æft aðrar sjálfsvarnaríþróttir þ.m.t. hefðbundið jiu jitsu og kick box," segir Bolli. Hann kynntist brasilísku jiu jitsu í Mjölni. „Ég fór að æfa þessu tilteknu íþrótt vegna aðdáunar á Gunnari Nelson," segir Bolli sem kíkti á æfingu með vini sínum, Hreiðari Hermannssyni, fyrir ári. Bolli ætlaði einmitt að sjá Gunnar í UFC-bardaga í Las Vegas í lok maí. „Eins og alþjóð veit þá meiddist Gunnar því miður en við ákváðum að fara til Vegas engu að síður. Í ljós kom að viku síðar var heimsmeistaramótið í brasilísku jiu jitsu í Los Angeles og þá var ekki aftur snúið," segir Bolli. En ætli vika í Vegas hafi verið góður undirbúningur fyrir keppni á heimsmeistaramóti? Bolli ásamt vinum sínum í Las Vegas. „Þetta var ekki beinlínis kjörundirbúningur og segir líklega eitthvað um styrkleika hvítabeltisflokksins. Þó má segja að „æfingabúðirnar" í Vegas hafi skilað mér andlega hressum og kátum inn í keppnina," segir Bolli. Hann hvetur alla til þess að reyna fyrir sér í íþróttinni hjá félögum sínum í Mjölni. „Það er hægt að komast í gott form og ná árangri á alþjóðavettvangi á einungis ári, jafnvel fyrir meðaljón í íþróttum skrifstofublók eins og mig." Íþróttir Tengdar fréttir Gunnar Nelson er einn af tuttugu framtíðamönnum UFC Íslenski bardagamaðurinn Gunnar Nelson er einn af tuttugu framtíðarmönnum UFC ef marka má umfjöllun eins stærsta íþróttavef heims, bleacherreport.com. Þar tekur vefurinn fyrir þá tuttugu bardagaíþróttamenn sem UFC-deildin eigi að veðja á í framtíðinni. 8. maí 2013 16:21 Hef verið heppinn hingað til Ekkert verður af fyrirhuguðum UFC-bardaga Gunnars Nelson og Mikes Pyle í Las Vegas í maí. Gunnar fer í aðgerð á föstudag vegna rifins liðþófa. Hann reiknar með því að vera kominn á fullt innan nokkurra vikna. 11. apríl 2013 06:00 Mest lesið Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Körfubolti „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Handbolti „Fokking aumingjar“ Körfubolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Handbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Dagur og lærisveinar hans í úrslit Handbolti Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ Körfubolti Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Handbolti Fórnaði sér fyrir strákaliðið Sport Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Búbbluhausinn verður í banni Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Sara Björk lagði upp í stórsigri Bully Boy með gigt Mundi loforðið til kennarans Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara UFC-bardagakappi sagði að Hitler hefði verið fínn gaur Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Sjá meira
Bolli Thoroddsen vann til silfurverðlauna á heimsmeistaramóti í hvítabeltisflokki í brasilísku jiu jitsu í Los Angeles á dögunum. „Ég hef aldrei verið þekktur fyrir íþróttaafrek, er að skríða yfir þrítugt, og vikuna áður var ég í skemmtiferð með vinum mínum í Las Vegas þar sem farið var á stór hlaðborð á morgnana, hangið við sundalaugarbakkann á daginn og næturlífið skannað á næturnar," segir Bolli á léttu nótunum. Bolli hefur búið í Tókýó undanfarin ár þar sem hann stundar nám og starfar. Hann keppti á heimsmeistaramótinu með liði sínu Triforce frá Tókýó en þátttendur á mótinu eru á annað þúsund. Þá fylgjast mörg þúsund áhorfendur með gangi mála. Bolli keppi í 82-88 kg flokki og vill leggja áherslu á að hvíta beltið er fyrsta gráðan í íþróttinni. Bolli á góðri stundu með félögum sínum í Japan. „Ég hef æft íþróttina í eitt ár en áður hafði ég æft aðrar sjálfsvarnaríþróttir þ.m.t. hefðbundið jiu jitsu og kick box," segir Bolli. Hann kynntist brasilísku jiu jitsu í Mjölni. „Ég fór að æfa þessu tilteknu íþrótt vegna aðdáunar á Gunnari Nelson," segir Bolli sem kíkti á æfingu með vini sínum, Hreiðari Hermannssyni, fyrir ári. Bolli ætlaði einmitt að sjá Gunnar í UFC-bardaga í Las Vegas í lok maí. „Eins og alþjóð veit þá meiddist Gunnar því miður en við ákváðum að fara til Vegas engu að síður. Í ljós kom að viku síðar var heimsmeistaramótið í brasilísku jiu jitsu í Los Angeles og þá var ekki aftur snúið," segir Bolli. En ætli vika í Vegas hafi verið góður undirbúningur fyrir keppni á heimsmeistaramóti? Bolli ásamt vinum sínum í Las Vegas. „Þetta var ekki beinlínis kjörundirbúningur og segir líklega eitthvað um styrkleika hvítabeltisflokksins. Þó má segja að „æfingabúðirnar" í Vegas hafi skilað mér andlega hressum og kátum inn í keppnina," segir Bolli. Hann hvetur alla til þess að reyna fyrir sér í íþróttinni hjá félögum sínum í Mjölni. „Það er hægt að komast í gott form og ná árangri á alþjóðavettvangi á einungis ári, jafnvel fyrir meðaljón í íþróttum skrifstofublók eins og mig."
Íþróttir Tengdar fréttir Gunnar Nelson er einn af tuttugu framtíðamönnum UFC Íslenski bardagamaðurinn Gunnar Nelson er einn af tuttugu framtíðarmönnum UFC ef marka má umfjöllun eins stærsta íþróttavef heims, bleacherreport.com. Þar tekur vefurinn fyrir þá tuttugu bardagaíþróttamenn sem UFC-deildin eigi að veðja á í framtíðinni. 8. maí 2013 16:21 Hef verið heppinn hingað til Ekkert verður af fyrirhuguðum UFC-bardaga Gunnars Nelson og Mikes Pyle í Las Vegas í maí. Gunnar fer í aðgerð á föstudag vegna rifins liðþófa. Hann reiknar með því að vera kominn á fullt innan nokkurra vikna. 11. apríl 2013 06:00 Mest lesið Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Körfubolti „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Handbolti „Fokking aumingjar“ Körfubolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Handbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Dagur og lærisveinar hans í úrslit Handbolti Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ Körfubolti Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Handbolti Fórnaði sér fyrir strákaliðið Sport Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Búbbluhausinn verður í banni Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Sara Björk lagði upp í stórsigri Bully Boy með gigt Mundi loforðið til kennarans Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara UFC-bardagakappi sagði að Hitler hefði verið fínn gaur Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Sjá meira
Gunnar Nelson er einn af tuttugu framtíðamönnum UFC Íslenski bardagamaðurinn Gunnar Nelson er einn af tuttugu framtíðarmönnum UFC ef marka má umfjöllun eins stærsta íþróttavef heims, bleacherreport.com. Þar tekur vefurinn fyrir þá tuttugu bardagaíþróttamenn sem UFC-deildin eigi að veðja á í framtíðinni. 8. maí 2013 16:21
Hef verið heppinn hingað til Ekkert verður af fyrirhuguðum UFC-bardaga Gunnars Nelson og Mikes Pyle í Las Vegas í maí. Gunnar fer í aðgerð á föstudag vegna rifins liðþófa. Hann reiknar með því að vera kominn á fullt innan nokkurra vikna. 11. apríl 2013 06:00