Nú geta notendur Facebook notast við #-táknið á sama hátt og á Twitter.
Táknið auðveldar notendum leit að umræðum um þau málefni sem þeir hafa áhuga á, en nú þegar notast fjölmargir notendur Facebook við táknið. Það hefur hins vegar ekki haft neina virkni þar til nú.
Það var Twitter-notandinn Chris Messina sem hannaði „hashtaggið“ svokallaða árið 2007, en í kjölfar vinsælda þess tóku aðrir samfélagsvefir það upp á arma sína, eins og Flickr, Tumblr og Instagram.
Nánar má lesa um þessa nýjustu viðbót vefsins hér.
Facebook tekur "hashtaggið" í notkun
