Vilja þvinga Svía til að nota orðið laks en ekki lax 13. júní 2013 14:32 Norska sjávarafurðaráðið hefur krafist þess af Svíum að þeir noti orðið laks en ekki lax yfir norskan eldislax sem seldur er í Svíþjóð. Svíar fá um 98% af innfluttum laxi sínum frá Noregi. Fjallað er um málið í Aftonbladet og þar er haft eftir Line Kjeldstrup, talsmanni norska sjávarafurðaráðsins að þetta sé leið til að sýna hvaðan laxinn komi. Kannanir hafa sýnt að þrír af hverjum fjórum Svíum vilji vita um uppruna þess lax sem þeir borða. Kjeldstrup segir að með því að nota orðið laks sé komin einföld lausn á þeim óskum, a.m.k. hvað norska laxinn varðar. Kjeldstrup neitar því alfarið að þessi krafa sé eingöngu tilkomin til að vekja athygli á norskum eldislaxi og ítrekar að mikilvægt sé að vita hvaðan laxinn sé kominn. Hún bendir á að þorskur úr Barentshafi sé kallaður „skrei“ um alla Evrópu. Sænska málfarsnefndin er ekki ýkja hrifinn af þessari kröfu Norðmanna og mun ekki fara eftir henni. Erika Lyly málfarsráðunautur nefndarinnar segir að laks líti ekki vel út sem skrifað orð í sænsku. Það sem skrifað er á sænsku eigi að vera upplýsandi fyrir Svía. „Ég get ekki hugsað mér annað en að hafa stafinn x í þessu orði,“ segir Lyly. Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Norska sjávarafurðaráðið hefur krafist þess af Svíum að þeir noti orðið laks en ekki lax yfir norskan eldislax sem seldur er í Svíþjóð. Svíar fá um 98% af innfluttum laxi sínum frá Noregi. Fjallað er um málið í Aftonbladet og þar er haft eftir Line Kjeldstrup, talsmanni norska sjávarafurðaráðsins að þetta sé leið til að sýna hvaðan laxinn komi. Kannanir hafa sýnt að þrír af hverjum fjórum Svíum vilji vita um uppruna þess lax sem þeir borða. Kjeldstrup segir að með því að nota orðið laks sé komin einföld lausn á þeim óskum, a.m.k. hvað norska laxinn varðar. Kjeldstrup neitar því alfarið að þessi krafa sé eingöngu tilkomin til að vekja athygli á norskum eldislaxi og ítrekar að mikilvægt sé að vita hvaðan laxinn sé kominn. Hún bendir á að þorskur úr Barentshafi sé kallaður „skrei“ um alla Evrópu. Sænska málfarsnefndin er ekki ýkja hrifinn af þessari kröfu Norðmanna og mun ekki fara eftir henni. Erika Lyly málfarsráðunautur nefndarinnar segir að laks líti ekki vel út sem skrifað orð í sænsku. Það sem skrifað er á sænsku eigi að vera upplýsandi fyrir Svía. „Ég get ekki hugsað mér annað en að hafa stafinn x í þessu orði,“ segir Lyly.
Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira