Íslenski boltinn

"Þessi maður er mesta sorp í íslenskum bolta"

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Leiknir er hér fyrir miðju.
Leiknir er hér fyrir miðju. Mynd/Ernir
Varaformaður knattspyrnudeildar Víkings vandar knattspyrnudómaranum Leikni Ágústssyni ekki kveðjurnar.

Heimir Gunnlaugsson var ósáttur við ákvarðanir sem Leiknir tók í leik Víkinga gegn Leikni í 1. deildinni í kvöld en leikið var á Leiknisvelli í Breiðholti.

Leiknir gaf leikmanni Víkinga umdeilt rautt spjald eftir mótmæli og dæmdi svo vítaspyrnu á Ingvar Kale, markvörð Víkinga. Gestirnir úr Fossvoginum náðu þó að tryggja sér 2-2 jafntefli með marki í uppbótartíma.

„Leiknir Ágústsson er búinn að eyðileggja leikinn. Þessi maður er mesta sorp í íslenskum bolta. KSÍ til skammar ár eftir ár,“ skrifaði Heimir á Twitter-síðu sína í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×