Fótbolti

Haukar skoruðu fjögur gegn KA

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/HAG
Haukar unnu mikilvægan sigur á KA í 1. deild karla í kvöld eftir að hafa verið marki undir í hálfleik.

Atli Sveinn Þórarinsson kom norðanmönnum yfir á 33. mínútu en þeir Hafsteinn Briem og Andri Steinn Birgisson náðu forystunni fyrir Hauka í upphafi síðari hálfleiks.

Hallgrímur Már Steingrímsson jafnaði metin fyrir KA en Hilmar Trausti Arnarsson endurheimti forystuna fyrir Hauka með marki úr vítaspyrnu á 82. mínútu. Hafsteinn skoraði svo sitt annað marki í leiknum í lokin og tryggði þar með 4-2 sigur.

Fjölnir vann svo 1-0 sigur á Tindastóli þar sem að Guðmundur Pétursson skoraði eina mark leiksins í lok fyrri hálfleiks. Árni Kristinn Gunnarsson, leikmaður Fjölnis, fékk svo að líta rauða spjaldið á 85. mínútu en það kom ekki að sök.

Haukar eru í öðru sæti deildarinnar með þrettán stig, tveimur á eftir toppliði Grindavíkur. KA er í tíunda sæti með fjögur stig.

Fjölnir komst upp í sjöunda sætið með sigrinum í kvöld en liðið er með sjö stig. Tindastóll er með fimm stig í níunda sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×