Klúður hjá Donald og Mickelson leiðir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. júní 2013 11:48 Donald slær úr glompunni á 17. holunni á Merion. Nordicphotos/AFP Eftir að hafa spilað frábærlega fyrstu sextán holurnar á þriðja hringnum á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi fataðist Luke Donald flugið. Englendingurinn hafði eins höggs forystu á tveimur höggum undir pari þegar hann fékk skolla á sautjándu holu. Hann notaðist við tvö-járn og sendi upphafshögg sitt á par þrjú holunni í glompu. Donald valdi sömu kylfu fyrir upphafshöggið á átjándu holunni og sendi boltann í erfiða stöðu utan brautar. Sá enski fékk tvöfaldan skolla og lauk því hringnum á höggi yfir pari. „Ég hefði átt að gera betur," sagði Donald við fréttamenn eftir hringinn. „Þetta eru vonbrigði en ég þarf að taka það jákvæða með mér inn í lokahringinn." Bandaríkjamaðurinn Phil Mickelson hefur eins höggs forystu fyrir lokahringinn. Það tók hinn örvhenta fimm og hálfa klukkustund að klára hringinn en Mickelson hefur beðið lengi eftir sigri á mótinu. Fimm sinnum hefur annað sætið orðið hlutskipti Bandaríkjamannsins sem spilaði fyrst á mótinu árið 1990. Hann er eini kylfingurinn sem er undir pari eftir þrjá hringi. Hunter Mahan, Charl Schwartzel og Steve Stricker eru höggi á eftir Mickelson. Tiger Woods er í 31. sæti á níu höggum undir pari eftir skelfilegan hring í gær.Stöðuna á mótinu má sjá hér. Golf Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Þóttist vera látinn yngri bróður sinn Fótbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Sport Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Fleiri fréttir Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Eftir að hafa spilað frábærlega fyrstu sextán holurnar á þriðja hringnum á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi fataðist Luke Donald flugið. Englendingurinn hafði eins höggs forystu á tveimur höggum undir pari þegar hann fékk skolla á sautjándu holu. Hann notaðist við tvö-járn og sendi upphafshögg sitt á par þrjú holunni í glompu. Donald valdi sömu kylfu fyrir upphafshöggið á átjándu holunni og sendi boltann í erfiða stöðu utan brautar. Sá enski fékk tvöfaldan skolla og lauk því hringnum á höggi yfir pari. „Ég hefði átt að gera betur," sagði Donald við fréttamenn eftir hringinn. „Þetta eru vonbrigði en ég þarf að taka það jákvæða með mér inn í lokahringinn." Bandaríkjamaðurinn Phil Mickelson hefur eins höggs forystu fyrir lokahringinn. Það tók hinn örvhenta fimm og hálfa klukkustund að klára hringinn en Mickelson hefur beðið lengi eftir sigri á mótinu. Fimm sinnum hefur annað sætið orðið hlutskipti Bandaríkjamannsins sem spilaði fyrst á mótinu árið 1990. Hann er eini kylfingurinn sem er undir pari eftir þrjá hringi. Hunter Mahan, Charl Schwartzel og Steve Stricker eru höggi á eftir Mickelson. Tiger Woods er í 31. sæti á níu höggum undir pari eftir skelfilegan hring í gær.Stöðuna á mótinu má sjá hér.
Golf Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Þóttist vera látinn yngri bróður sinn Fótbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Sport Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Fleiri fréttir Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira