Klúður hjá Donald og Mickelson leiðir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. júní 2013 11:48 Donald slær úr glompunni á 17. holunni á Merion. Nordicphotos/AFP Eftir að hafa spilað frábærlega fyrstu sextán holurnar á þriðja hringnum á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi fataðist Luke Donald flugið. Englendingurinn hafði eins höggs forystu á tveimur höggum undir pari þegar hann fékk skolla á sautjándu holu. Hann notaðist við tvö-járn og sendi upphafshögg sitt á par þrjú holunni í glompu. Donald valdi sömu kylfu fyrir upphafshöggið á átjándu holunni og sendi boltann í erfiða stöðu utan brautar. Sá enski fékk tvöfaldan skolla og lauk því hringnum á höggi yfir pari. „Ég hefði átt að gera betur," sagði Donald við fréttamenn eftir hringinn. „Þetta eru vonbrigði en ég þarf að taka það jákvæða með mér inn í lokahringinn." Bandaríkjamaðurinn Phil Mickelson hefur eins höggs forystu fyrir lokahringinn. Það tók hinn örvhenta fimm og hálfa klukkustund að klára hringinn en Mickelson hefur beðið lengi eftir sigri á mótinu. Fimm sinnum hefur annað sætið orðið hlutskipti Bandaríkjamannsins sem spilaði fyrst á mótinu árið 1990. Hann er eini kylfingurinn sem er undir pari eftir þrjá hringi. Hunter Mahan, Charl Schwartzel og Steve Stricker eru höggi á eftir Mickelson. Tiger Woods er í 31. sæti á níu höggum undir pari eftir skelfilegan hring í gær.Stöðuna á mótinu má sjá hér. Golf Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Eftir að hafa spilað frábærlega fyrstu sextán holurnar á þriðja hringnum á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi fataðist Luke Donald flugið. Englendingurinn hafði eins höggs forystu á tveimur höggum undir pari þegar hann fékk skolla á sautjándu holu. Hann notaðist við tvö-járn og sendi upphafshögg sitt á par þrjú holunni í glompu. Donald valdi sömu kylfu fyrir upphafshöggið á átjándu holunni og sendi boltann í erfiða stöðu utan brautar. Sá enski fékk tvöfaldan skolla og lauk því hringnum á höggi yfir pari. „Ég hefði átt að gera betur," sagði Donald við fréttamenn eftir hringinn. „Þetta eru vonbrigði en ég þarf að taka það jákvæða með mér inn í lokahringinn." Bandaríkjamaðurinn Phil Mickelson hefur eins höggs forystu fyrir lokahringinn. Það tók hinn örvhenta fimm og hálfa klukkustund að klára hringinn en Mickelson hefur beðið lengi eftir sigri á mótinu. Fimm sinnum hefur annað sætið orðið hlutskipti Bandaríkjamannsins sem spilaði fyrst á mótinu árið 1990. Hann er eini kylfingurinn sem er undir pari eftir þrjá hringi. Hunter Mahan, Charl Schwartzel og Steve Stricker eru höggi á eftir Mickelson. Tiger Woods er í 31. sæti á níu höggum undir pari eftir skelfilegan hring í gær.Stöðuna á mótinu má sjá hér.
Golf Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira