Argur lestarstjóri Finnur Thorlacius skrifar 20. júní 2013 11:30 Þetta gæti verið myndskeið úr Monty Python mynd en stundum er raunveruleikinn ótrúlegri en bíómynd. Gamall maður sem gengur löturhægt við hækjur verður það á að vera fyrir sporvagni í borg einni austarlega í Rússlandi. Vagnstjórinn hefur ekki biðlund fyrir þeim töfum sem gamli maðurinn veldur, vindur sér út og slær hann í jörðina. Með ólíkindum er að enginn aðstoði gamla manninn, en þó verður greinilega einn farþegi sporvagnsins reiður út í vagnstjórann og les honum pistilinn er hann kemur inn í hann úr „frægðarför“ sinni. Óskandi er að hann hafi misst hlutverk sitt sem vagnstjóri eftir að starfshættir hans eru orðnir opinberir á veraldarvefnum. Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent
Þetta gæti verið myndskeið úr Monty Python mynd en stundum er raunveruleikinn ótrúlegri en bíómynd. Gamall maður sem gengur löturhægt við hækjur verður það á að vera fyrir sporvagni í borg einni austarlega í Rússlandi. Vagnstjórinn hefur ekki biðlund fyrir þeim töfum sem gamli maðurinn veldur, vindur sér út og slær hann í jörðina. Með ólíkindum er að enginn aðstoði gamla manninn, en þó verður greinilega einn farþegi sporvagnsins reiður út í vagnstjórann og les honum pistilinn er hann kemur inn í hann úr „frægðarför“ sinni. Óskandi er að hann hafi misst hlutverk sitt sem vagnstjóri eftir að starfshættir hans eru orðnir opinberir á veraldarvefnum.
Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent