Íslendingar náðu góðum árangri á Opna þýska meistaramótinu í íþróttum fatlaðra sem lauk í Berlín um helgina.
Alls féllu sex Íslandsmet á mótinu og eitt var jafnað. Arnar Helgi Lárusson, sem keppir í hjólastólakappakstri, bætti þrjú Íslandsmet en hann sigraði í 200 m spretti í sameinuðum flokkum T51-53. Tími hans var 38,70 sekúndur en Arnar bætti einnig Íslandsmetin í 100 og 400 m.
Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir tvíbætti Íslandsmetið í 100 m hlaupi í hennar fötlunarflokki auk þess sem hún bætti metið í 400 m hlaupi og jafnaði það í langstökki.
Þá keppti Hulda Sigurjónsdóttir einnig í kastgreinum og náði góðum árangri. Hún varð þriðja í kringlukasti, fjórða í spjótkasti og sjöunda í kúluvarpi.
Sex ný Íslandsmet í Berlín
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið








Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa
Enski boltinn

„Gefur okkur mikið sjálfstraust“
Körfubolti

Þór ekki í teljandi vandræðum með Val
Körfubolti