Viðskipti erlent

Olíuverðslækkun: Tunnan af Brent olíunni komin undir 100 dollara

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað töluvert síðan fyrir helgina eða um rúmlega 2%.

Tunnan af Brent olíunni er komin undir 100 dollara, stendur í 99,8 dollurum þegar þetta er skrifað. Hefur verð hennar ekki verið lægra síðan í upphafi maímánaðar.

Bandaríska léttolían hefur einnig lækkað um rúm 2% og er verð hennar nú tæplega 92 dollarar á tunnuna. Það sem veldur þessum verðlækkunum er að OPEC ríkin ákváðu að halda framleiðslu sinni óbreyttri í 30 milljónum tunna á dag á fundi fyrir helgina.

Það hefur einnig áhrif að olíubirgðir Bandaríkjanna eru í sögulegu hámarki, hafa ekki verið meiri í yfir 30 ár eða síðan farið var að halda saman upplýsingum um þær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×