Pistill: Rándýr Frakki Baldur Beck skrifar 7. júní 2013 10:30 Tony Parker í baráttu við LeBron James í nótt. Nordicphotos/AFP San Antonio átti draumabyrjun í úrslitaeinvíginu í nótt þegar það stal fyrsta leiknum í Miami með dramatískum 92-88 sigri á heimamönnum. Tony Parker stal senunni og innsiglaði sigurinn með fáránlegri sigurkörfu fimm sekúndum fyrir leikslok. Vonandi snýst umræðan eftir leikinn um eitthvað annað en að LeBron James hafi ekki skorað yfir 30 stig. Hann var reyndar búinn að skora yfir 20 stig í tólf leikjum í röð áður en hann skilaði "bara" átján stigum gegn Spurs í nótt (og átján fráköstum og tíu stoðsendingum), en hann var líka ekki að spila á móti liðum þjálfuðum af Gregg Popovich. Nei, umræðan ætti að snúast um það hvað þessi sigur er rosalega mikilvægur fyrir San Antonio eftir alla þessa hvíld - og hvað Tony Parker er búinn að líma nafn sitt í sögubækurnar, hafi hann ekki þegar verið búinn að því. Við værum að gera lítið úr leik hans ef við gerðum ekki annað en að hrósa honum fyrir sigurkörfuna, sem auðvitað hafði eitthvað með heppni að gera. Snúningskarfan sem hann skoraði rétt á undan, leikstjórn hans og sú staðreynd að hann tapaði ekki einum einasta bolta í leiknum, segja meira um frammistöðu hans. Þetta er bara snillingur. Tim Duncan setur tvö stig í Miami.Nordicphotos/AFP Það var ekkert annað en upplifun að horfa á þessi lið kljást og það má ekki ein einasta amma eða antísportisti missa af restinni af þessu einvígi. Áhugavert að sjá Dwyane Wade spila miklu, miklu betur en hann gerði í helmingnum af leikjunum gegn Indiana. Virkaði ekki mikið að honum í þessum leik. Chris Bosh? Bleh. Chris Bosh er Chris Bosh. Við setjum spurningamerki við öll þessi langskot hans, en það er engin tilviljun að hann sé að taka þau. San Antonio vill að hann taki þau - og Spoelstra þjálfari hans treystir honum til að taka þau. Annars væri hann ekki að taka þau hvað eftir annað, hvað sem þér finnst svo um það. Við værum auðvitað ekki að tala um þetta ef hann hefði sett eitthvað af þeim niður, sérstaklega það síðasta.Pistilinn í heild sinni má lesa hér. LeBron skoraði átján stig í leiknum sem er lægsta skor hans í úrslitakeppninni í ár.Nordicphotos/AFP Baldur Beck er körfuboltalýsandi á Stöð 2 Sport og heldur úti bloggsíðunni NBA Ísland. Þá er hann reglulega með hlaðvarp og það nýjasta, þar sem fjallað er um úrslitaeinvígið, má nálgast hér (13. þáttur). NBA Tengdar fréttir Jordan komst ekki í úrvalsliðið Körfuboltagoðsögnin Karl Malone valdi besta lið allra tíma að sínu mati á dögunum. Valið vakti athygli. 6. júní 2013 21:45 Pistill: Miami og Indiana mætast í hreinum úrslitaleik Það ræðst ekki fyrr en á mánudagskvöldið hvort það verður Miami eða Indiana sem mætir San Antonio í úrslitaeinvíginu um meistaratitilinn í NBA. 2. júní 2013 22:45 Þjálfari ársins í NBA-deildinni rekinn Það er ekki alltaf dans á rósum að vera þjálfari í íþróttum. Það hefur þjálfari ársins í NBA-deildinni, George Karl, nú fengið að reyna. 6. júní 2013 16:06 Frábær fjórði leikhluti og San Antonio tók forystuna Tony Parker var hetja San Antonio Spurs þegar liðið lagði Miami Heat 92-88 í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvígi NBA í nótt. 7. júní 2013 07:28 Mest lesið Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Fótbolti Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Íslenski boltinn Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Körfubolti Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Fleiri fréttir Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Sjá meira
San Antonio átti draumabyrjun í úrslitaeinvíginu í nótt þegar það stal fyrsta leiknum í Miami með dramatískum 92-88 sigri á heimamönnum. Tony Parker stal senunni og innsiglaði sigurinn með fáránlegri sigurkörfu fimm sekúndum fyrir leikslok. Vonandi snýst umræðan eftir leikinn um eitthvað annað en að LeBron James hafi ekki skorað yfir 30 stig. Hann var reyndar búinn að skora yfir 20 stig í tólf leikjum í röð áður en hann skilaði "bara" átján stigum gegn Spurs í nótt (og átján fráköstum og tíu stoðsendingum), en hann var líka ekki að spila á móti liðum þjálfuðum af Gregg Popovich. Nei, umræðan ætti að snúast um það hvað þessi sigur er rosalega mikilvægur fyrir San Antonio eftir alla þessa hvíld - og hvað Tony Parker er búinn að líma nafn sitt í sögubækurnar, hafi hann ekki þegar verið búinn að því. Við værum að gera lítið úr leik hans ef við gerðum ekki annað en að hrósa honum fyrir sigurkörfuna, sem auðvitað hafði eitthvað með heppni að gera. Snúningskarfan sem hann skoraði rétt á undan, leikstjórn hans og sú staðreynd að hann tapaði ekki einum einasta bolta í leiknum, segja meira um frammistöðu hans. Þetta er bara snillingur. Tim Duncan setur tvö stig í Miami.Nordicphotos/AFP Það var ekkert annað en upplifun að horfa á þessi lið kljást og það má ekki ein einasta amma eða antísportisti missa af restinni af þessu einvígi. Áhugavert að sjá Dwyane Wade spila miklu, miklu betur en hann gerði í helmingnum af leikjunum gegn Indiana. Virkaði ekki mikið að honum í þessum leik. Chris Bosh? Bleh. Chris Bosh er Chris Bosh. Við setjum spurningamerki við öll þessi langskot hans, en það er engin tilviljun að hann sé að taka þau. San Antonio vill að hann taki þau - og Spoelstra þjálfari hans treystir honum til að taka þau. Annars væri hann ekki að taka þau hvað eftir annað, hvað sem þér finnst svo um það. Við værum auðvitað ekki að tala um þetta ef hann hefði sett eitthvað af þeim niður, sérstaklega það síðasta.Pistilinn í heild sinni má lesa hér. LeBron skoraði átján stig í leiknum sem er lægsta skor hans í úrslitakeppninni í ár.Nordicphotos/AFP Baldur Beck er körfuboltalýsandi á Stöð 2 Sport og heldur úti bloggsíðunni NBA Ísland. Þá er hann reglulega með hlaðvarp og það nýjasta, þar sem fjallað er um úrslitaeinvígið, má nálgast hér (13. þáttur).
NBA Tengdar fréttir Jordan komst ekki í úrvalsliðið Körfuboltagoðsögnin Karl Malone valdi besta lið allra tíma að sínu mati á dögunum. Valið vakti athygli. 6. júní 2013 21:45 Pistill: Miami og Indiana mætast í hreinum úrslitaleik Það ræðst ekki fyrr en á mánudagskvöldið hvort það verður Miami eða Indiana sem mætir San Antonio í úrslitaeinvíginu um meistaratitilinn í NBA. 2. júní 2013 22:45 Þjálfari ársins í NBA-deildinni rekinn Það er ekki alltaf dans á rósum að vera þjálfari í íþróttum. Það hefur þjálfari ársins í NBA-deildinni, George Karl, nú fengið að reyna. 6. júní 2013 16:06 Frábær fjórði leikhluti og San Antonio tók forystuna Tony Parker var hetja San Antonio Spurs þegar liðið lagði Miami Heat 92-88 í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvígi NBA í nótt. 7. júní 2013 07:28 Mest lesið Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Fótbolti Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Íslenski boltinn Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Körfubolti Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Fleiri fréttir Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Sjá meira
Jordan komst ekki í úrvalsliðið Körfuboltagoðsögnin Karl Malone valdi besta lið allra tíma að sínu mati á dögunum. Valið vakti athygli. 6. júní 2013 21:45
Pistill: Miami og Indiana mætast í hreinum úrslitaleik Það ræðst ekki fyrr en á mánudagskvöldið hvort það verður Miami eða Indiana sem mætir San Antonio í úrslitaeinvíginu um meistaratitilinn í NBA. 2. júní 2013 22:45
Þjálfari ársins í NBA-deildinni rekinn Það er ekki alltaf dans á rósum að vera þjálfari í íþróttum. Það hefur þjálfari ársins í NBA-deildinni, George Karl, nú fengið að reyna. 6. júní 2013 16:06
Frábær fjórði leikhluti og San Antonio tók forystuna Tony Parker var hetja San Antonio Spurs þegar liðið lagði Miami Heat 92-88 í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvígi NBA í nótt. 7. júní 2013 07:28