Óðinn Þór sigraði í Þorlákshöfn eftir frábæran hring Jón Júlíus Karlsson skrifar 20. maí 2013 16:04 Óðinn Þór, þriðji frá vinstri, lék á 68 höggum í dag. Mynd/GSÍ Keppni á Íslandsbankamótaröð unglinga í golfi er í fullum gangi á Þorláksvelli í Þorlákshöfn. Leikið er í þremur aldursflokkum hjá báðum kynjum og í morgun léku tveir aldursflokkar hjá strákunum. Í drengjaflokki, 15-16 ára, fagnaði Óðinn Þór Ríkarðsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar sigri en hann lék frábærlega í dag. Óðinn lék síðari hringinn í mótinu á 68 höggum eða þremur höggum undir pari. Hann lék fyrri hringinn í mótinu á 74 höggum og lék því samtals á pari í mótinu. Þrír kylfingar úr Golfklúbbnum Keili, þeir Henning Darri Þórðarson, Bigir Björn Magnússon og Gísli Sveinbergsson urðu jafnir í 2.-4. sæti á samtals þremur höggum yfir pari. Í strákaflokki, 14 ára og yngri, fór Kristján Benedikt Sveinsson úr Golfklúbbnum Hamar á Dalvík með sigur af hólmi. Hann lék samtals á 150 höggum eða átta höggum yfir pari Þorláksvallar. Það verður að teljast fínn árangur hjá Kristjáni enda er ennþá snjór norðan heiða og ekki hægt að leika golf nema við æfingar innandyra. Annar kylfingur frá Hamar á Dalvík, Arnór Snær Guðmundsson, varð annar á tíu höggum yfir pari. Aron Atli Bergmann Valtýsson úr Keili varð þriðji á 13 höggum yfir pari. Keppni er enn í fullum gangi og ljúka fjórir flokka keppni nú síðdegis. Leikið var á Þorláksvelli í Þorlákshöfn.Mynd/GSÍ Lokastaða efstu kylfinga í drengjaflokki, 15-16 ára: 1. Óðinn Þór Ríkharðsson, GKG 74-68=142 par 2.-4. Henning Darri Þórðarson, GK 73-72=145 +3 2.-4. Birgir Björn Magnússon, GK 72-73=145 +3 2.-4. Gísli Sveinbergsson, GK 71-74=145 +3Strákaflokkur, 14 ára og yngri: 1. Kristján Benedikt Sveinsson, GHD 71-79=150 +8 2. Arnór Snær Guðmundsson, GHD 74-78=152 +10 3. Aron Atli Bergmann Valtýsson, GK 76-79=155 +13 Golf Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Sport Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Handbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Keppni á Íslandsbankamótaröð unglinga í golfi er í fullum gangi á Þorláksvelli í Þorlákshöfn. Leikið er í þremur aldursflokkum hjá báðum kynjum og í morgun léku tveir aldursflokkar hjá strákunum. Í drengjaflokki, 15-16 ára, fagnaði Óðinn Þór Ríkarðsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar sigri en hann lék frábærlega í dag. Óðinn lék síðari hringinn í mótinu á 68 höggum eða þremur höggum undir pari. Hann lék fyrri hringinn í mótinu á 74 höggum og lék því samtals á pari í mótinu. Þrír kylfingar úr Golfklúbbnum Keili, þeir Henning Darri Þórðarson, Bigir Björn Magnússon og Gísli Sveinbergsson urðu jafnir í 2.-4. sæti á samtals þremur höggum yfir pari. Í strákaflokki, 14 ára og yngri, fór Kristján Benedikt Sveinsson úr Golfklúbbnum Hamar á Dalvík með sigur af hólmi. Hann lék samtals á 150 höggum eða átta höggum yfir pari Þorláksvallar. Það verður að teljast fínn árangur hjá Kristjáni enda er ennþá snjór norðan heiða og ekki hægt að leika golf nema við æfingar innandyra. Annar kylfingur frá Hamar á Dalvík, Arnór Snær Guðmundsson, varð annar á tíu höggum yfir pari. Aron Atli Bergmann Valtýsson úr Keili varð þriðji á 13 höggum yfir pari. Keppni er enn í fullum gangi og ljúka fjórir flokka keppni nú síðdegis. Leikið var á Þorláksvelli í Þorlákshöfn.Mynd/GSÍ Lokastaða efstu kylfinga í drengjaflokki, 15-16 ára: 1. Óðinn Þór Ríkharðsson, GKG 74-68=142 par 2.-4. Henning Darri Þórðarson, GK 73-72=145 +3 2.-4. Birgir Björn Magnússon, GK 72-73=145 +3 2.-4. Gísli Sveinbergsson, GK 71-74=145 +3Strákaflokkur, 14 ára og yngri: 1. Kristján Benedikt Sveinsson, GHD 71-79=150 +8 2. Arnór Snær Guðmundsson, GHD 74-78=152 +10 3. Aron Atli Bergmann Valtýsson, GK 76-79=155 +13
Golf Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Sport Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Handbolti Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira