Viðskipti erlent

Apple sakað um viðamikil skattaundanskot

Apple, verðmætasta fyrirtæki heimsins, hefur verið sakað um viðamikil skattaundanskot í Bandaríkjunum, raunar ein þau mestu í sögunni. Af þessum sökum hefur Tim Cook forstjóri Apple verið kallaður fyrir eina af nefndum Öldungadeildar Bandaríkjaþings.

Í frétt um málið á vefsíðu BBC. Þar segir að meðlimir fyrrgreindrar þingnefndar telja að Apple hafi notað flókin vef aflandseyjafélaga til þess að komast hjá því að greiða milljarða dollara í skatta í Bandaríkjunum. Hinsvegar bendi ekkert til þess að um ólöglegt athæfi hafi verið að ræða.

Sem stendur á Apple um 145 milljarða dollara í reiðufé en þingnefndin telur að um 102 milljarða dollara af því fé sé geymt á aflandseyjum.

Apple bendir hinsvegar á að fyrirtækið sé einn af stærstu einstökum skattgreiðendum í Bandaríkjunum og borgaði 6 milljarða dollara í skatta á síðasta ári.

Fyrirtækjaskatturinn í Bandaríkjunum er 35% og þar með einn sá hæsti í heimi. Hinsvegar eru ýmsar undanþágur í boði fyrir einstök fyrirtæki sem lækka þetta hlutfall.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×