Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á olíu lækkar töluvert

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað töluvert eða um tæp 2% frá því í gærdag.

Tunnan af Brent olíunni er komin niður í 101,5 dollara og hefur lækkað um tvo dollara frá því í gær. Bandaríska léttolían er komin niður í rúma 93 dollara.

Það eru einkum upplýsingar um að iðnaðarframleiðsla í Kína sé að dragast saman sem valda þessum verðlækkunum. Einnig spilar inn í að reiknað er með að Ben Bernanke seðlabankastjóri Bandaríkjanna muni draga úr seðlaprentun bankans og draga þar með úr örvun efnahagslífsins vestan hafs.

Þá komu einnig fram upplýsingar í gær um að hráolíubirgðir Bandaríkjanna hafi ekki verið meiri síðan árið 1931.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×