Viðskipti erlent

Niðursveifla á flestum mörkuðum í Evrópu

Niðursveifla er á flest öllum Evrópumörkuðum þennan morguninn og fylgja þeir þar með í fótspor markaða í Asíu í nótt.

FTSE vísitalan í London hefur lækkað um 2% og hið sama gildir um Dax vísitöluna í Frankfurt og Cac40 vísitöluna í París.

Það eru fréttir um að samdráttur sé framundan í iðnaðarframleiðslu Kína sem valda þessum lækkunum. Talið er að Kínverjar muni ekki ná markmiði sínu um 7,5% hagvöxt í ár.

Eins og fram kom í frétt hér fyrr í morgun varð hrun á japanska hlutabréfamarkaðinum en Nikkei vísitalan lækkaði um 7,3% í nótt. Hang Seng vísitalan í Hong Kong lækkaði um 2,5%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×