Fótbolti

Mourinho í tveggja leikja bann

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jose Mourinho er hér vísað upp í stúku.
Jose Mourinho er hér vísað upp í stúku. Nordic Photos / Getty Images

Jose Mourinho, stjóri Real Madrid, hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann fyrir rauða spjaldið sem hann fékk í bikarúrslitaleiknum á Spáni í síðustu viku.

Real Madrid tapaði fyrir Atletico Madrid í úrslitaleiknum en Mourinho var rekinn upp í stúku um miðjan seinni hálfleik.

Bannið á þó aðeins við bikarleiki á Spáni og því getur Mourinho stýrt liði sínu í síðustu tveimur deildarleikjum þess.

Þegar hefur verið tilkynnt að hann muni fara frá Real Madrid í sumar og hefur hann verið sterklega orðaður við Chelsea. Það verður því einhver bið á því að Mourinho muni taka út bannið.

Cristiano Ronaldo var þó dæmdur í eins leiks bann fyrir rauða spjaldið sem hann fékk í leiknum og missir hann því að fyrsta bikarleik næsta tímabils.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×