Spænskir bankar munu tapa um 10 milljörðum evra, eða um 1.600 milljörðum kr., vegna ónýtra eða lélegra útlána á árinu.
Þetta tap kemur til viðbótar þeim gríðarlegu upphæðum sem spænskir bankar hafa hingað til tapað í kreppunni á evrusvæðinu.
Financial Times greinir frá þessu og vitnar í innanhússkýrslu um málið hjá seðlabanka Spánar. Seðlabankinn rannsakaði útlán upp á 200 milljarða evra í bönkum landsins og þetta er niðurstaðan.
Í Financial Times segir að afskriftir á þessum lánum muni þurrka út stóran hluta af hagnaði bankanna í ár og var staða þeirra ekki beysin fyrir.
Ónýt lán upp á 1.600 milljarða ógna spænskum bönkum
