Prost: 2014 verður meira krefjandi fyrir ökumenn Birgir Þór Harðarson skrifar 24. maí 2013 21:30 Prost hyggir að Formúla 1 muni breytast helling á næsta ári. Reglubreytingar næsta árs munu skapa erfiðar og flóknar aðstæður fyrir Formúlu 1-ökumenn að mati Alain Prost, fjórfalds heimsmeistara í formúlunni. Prost var á sínum tíma kallaður „Prófessorinn“ vegna einstakrar hugsunar sinnar í bílnum. Á næsta ári verða vélarnar minnkaðar í 1,6 lítra V6 slagrými með forþjöppu. Vélarnar munu skila breyttri virkni bílsins og gera ökumönnum erfitt fyrir þegar kemur að dekkjum, eldsneyti og notkunn rafknúinna hjálpartækja. „Þetta verður ofboðsleg tæknileg áskorun – og eins og þetta verður gert þá mun þetta verða áskorun fyrir vélvirkjana sem þurfa að skila árangri, afli og áreiðanleika. Þá verður þetta áskorun fyrir þá sem stilla upp keppnisáætlunum og enn stærri áskorun fyrir ökumenn,“ sagði Prost í viðtali við Autospot. „Þetta verður ekki eins og í gamla daga þegar við þurftum að passa upp á eldsneytismagnið og hægja á okkur. Þetta verður aðeins öðruvísi.“ „Við vitum í raun ekki hvernig þetta verður allt saman notað núna en ég held að það verði áhugavert að sjá nálganir liðanna og að þær verði allt öðruvísi,“ sagði Prost. Alain Prost starfar nú sem ráðgjafi hjá franska bílaframleiðandanum Renault í mótorsportmálum. Renault sér nokkrum keppnisliðum í Formúlu 1 fyrir vélum í ár og mun gera á næsta ári. Ayrton Senna og Alain Prost voru erkifjendur á meðan þeir óku saman hjá McLaren í lok níundaáratugsins og byrjun tíunda áratugsins. Formúla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Leik lokið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Í beinni: PSV - Arsenal | Skora Skytturnar í Hollandi? Fótbolti Í beinni: Dortmund - Lille | Hákon á stóra sviðinu Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Reglubreytingar næsta árs munu skapa erfiðar og flóknar aðstæður fyrir Formúlu 1-ökumenn að mati Alain Prost, fjórfalds heimsmeistara í formúlunni. Prost var á sínum tíma kallaður „Prófessorinn“ vegna einstakrar hugsunar sinnar í bílnum. Á næsta ári verða vélarnar minnkaðar í 1,6 lítra V6 slagrými með forþjöppu. Vélarnar munu skila breyttri virkni bílsins og gera ökumönnum erfitt fyrir þegar kemur að dekkjum, eldsneyti og notkunn rafknúinna hjálpartækja. „Þetta verður ofboðsleg tæknileg áskorun – og eins og þetta verður gert þá mun þetta verða áskorun fyrir vélvirkjana sem þurfa að skila árangri, afli og áreiðanleika. Þá verður þetta áskorun fyrir þá sem stilla upp keppnisáætlunum og enn stærri áskorun fyrir ökumenn,“ sagði Prost í viðtali við Autospot. „Þetta verður ekki eins og í gamla daga þegar við þurftum að passa upp á eldsneytismagnið og hægja á okkur. Þetta verður aðeins öðruvísi.“ „Við vitum í raun ekki hvernig þetta verður allt saman notað núna en ég held að það verði áhugavert að sjá nálganir liðanna og að þær verði allt öðruvísi,“ sagði Prost. Alain Prost starfar nú sem ráðgjafi hjá franska bílaframleiðandanum Renault í mótorsportmálum. Renault sér nokkrum keppnisliðum í Formúlu 1 fyrir vélum í ár og mun gera á næsta ári. Ayrton Senna og Alain Prost voru erkifjendur á meðan þeir óku saman hjá McLaren í lok níundaáratugsins og byrjun tíunda áratugsins.
Formúla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Leik lokið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Í beinni: PSV - Arsenal | Skora Skytturnar í Hollandi? Fótbolti Í beinni: Dortmund - Lille | Hákon á stóra sviðinu Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira