Fótbolti

Gummi Ben hitti hressa stuðningsmenn Dortmund

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Þýsku liðin Borussia Dortmund og Bayern München mætast í kvöld í úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem fer fram á Wembley-leikvanginum í London. Guðmundur Benediktsson er í London en hann mun lýsa leiknum á Stöð 2 Sport í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18.45 en á undan verður Þorsteinn Joð með upphitunarþátt fyrir þennan sögulega leik í knattspyrnusögu Þýskalands.

Guðmundur Benediktsson skellti sér niður í bæ í London í gær og hitti nokkra stuðningsmenn Dortmund-liðsins sem voru að sjálfsögðu afar spenntir fyrir leiknum í kvöld.

"Ég held að við munum vinna þetta og það verður mikil partýstemmning á pöllunum," sagði einn brosandi stuðningsmaður Borussia Dortmund sem var einn af þeim heppnu sem náðu hreinlega að kaupa sér miða áður en þeir seldur allir upp. Það er talið um að 150 þúsund Þjóðverjar séu mættir til London en ekki eru nærri því allir með miða.

Gummi spurði einnig þessa hörðu stuðningsmenn Dortmund um hvernig það væri að sjá á eftir Mario Götze til Bayern München í sumar og fékk þá til að spá fyrir um úrslit og markaskorara.

Það er hægt að sjá viðtal Guðmundar með því að smella hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×