Viðskipti erlent

Kínverjar lækka tolla á svissneskum úrum í fríverslunarsamningi

Kínverjar munu lækka tolla á svissneskum úrum um allt að 60% á næstu tíu árum. Þetta er meðal atriða í fríverslunarsamningi milli þjóðanna sem undirrita á í júlí.

Fjallað er um málið á Reuters en þar segir að Sviss sé önnur þjóðin í Evrópu, á eftir Íslandi, sem gerir fríverslunarsamning við Kína.

Í samningi Kína og Sviss verða ákvæði um að 99,7% af öllum innflutningi Kínverja til Sviss verði án tolla. Á móti mun 84% af öllum innflutningi Sviss til Kína verða tollfrjáls.

Lækkun tolla á úrum mun koma úraframleiðandanum Swatch Group til góða en úr frá þeim eru vinsæl meðal Kínverja.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×