Viðskipti erlent

Um 6% sumarhúsa í Svíþjóð í eigu útlendinga

Um 6% allra sumarhúsa í Svíþjóð eru í eigu útlendinga. Þetta er tvöfalt hærra hlutfall en það var um aldamótin.

Fjallað er um málið á vefsíðunni e24.no. Þar kemur fram að það séu Norðmenn sem keypt hafa flest sumarhús í Svíþjóð á síðustu árum. Kaup þeirra hafa aukist um 7-8% árlega frá árinu 2008.

Norðmenn eru samt ekki stærsti hópur útlendinga sem eiga sumarhús í Svíþjóð. Tölur frá sænsku hagstofunni sýna að að Danir fara þar fremst í flokki en þeir eiga nú tæplega 11.700 sumarhús í Svíþjóð. Næst koma Þjóðverjar með rúmlega 10.000 hús og Norðmenn eru svo í þriðja sæti með tæplega 10.000 hús.

Fyrir útlendinga er vinsælast að eiga sumarhús í Kronoberg og Värmlands sýslum og á Skáni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×