Viðskipti erlent

Útlánatap danskra banka í kreppunni nemur 3.700 milljörðum

Útlánatap danskra banka frá því að fjármálakreppan skall á árið 2008 nemur 174 milljörðum danskra kr. eða um 3.700 milljörðum kr. Upphæðin er á við rúmlega tvöfalda landsframleiðslu Íslands.

Fjallað er um málið í fréttaritinu Finans sem byggir á tölum frá danska fjármálaeftirlitinu. Fyrrgreint tap nær frá árinu 2008 og til síðustu áramóta. Þar segir að þrátt fyrir að aðstæður hafi batnað á allra síðustu árum þurftu danskir bankar samt að afskrifa tæplega 27 milljarða danskra kr. í fyrra sem var 2,6 milljörðum meira en árið á undan.

Versta árið var 2009 þegar bankarnir þurftu að afskrifa 58,4 milljarða danskra kr. vegna tapaðra útlána.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×