Tiger Woods og Rory McIlroy byrjuðu báðir vel á Players-meistaramótinu í golfi sem fram fer á Sawgrass-vellinum þekkta.
McIlroy spilaði á 66 höggum, eða sex höggum undir pari, sem er hans besti árangur á Sawgrass. Tiger lék á 67 höggum.
Þeir eru þó báðir á eftir Bandaríkjamanninum Robert Castro sem jafnaði vallarmetið og lék á 63 höggum.
Rory er jafn Zach Johnson í öðru sæti en Tiger er jafn Wittenberg, Mahan, Stricker og Palmer.

