Orri aftur í slag við Íra Kristján Hjálmarsson skrifar 12. maí 2013 08:00 Orri Vigfússon heldur áfram baráttu sinni fyrir villtum laxastofnum. Mynd/Anton Brink "Það hefur staðið yfir barátta gegn því að það verði settar upp 10-15 þúsund tonna fiskeldisstöðvar í Galway-flóanum á Írlandi. Þetta hefur verið mikil barátta og ég hef reynt að leggja henni svolítið lið," segir Orri Vigfússon, formaður og stofnandi Verndarsjóðs villtra laxastofna (NASF). Nokkur reykhús við Galway-flóann hafa auglýst fisk til sölu með Slow Food-merkinu heimsfræga þó fiskurinn uppfylli ekki kröfur sem keðjan gerir til framleiðanda. Orri hafði því samband við Carlo Petrini, stofnanda og formann Slow Food-keðjunnar í von um að hann leggi þeim lið í baráttunni. "Menn fá leyfi til að nota Slow Food-merkið en þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði með gæði og sjálfbærni í huga. Við höldum því fram að fiskeldið sem er fyrirhugað þarna sé ekki sjálfbært," segir Orri. Í ljósi sögunnar geti fiskeldinu fylgt hætta á að mengun, sjúkdómum og blöndun eldisfiska við villta. "Fyrir utan það er mjög vafasamt að búa til einhver 50 störf og taka með því sénsinn á því að eyðileggja ímyndina og taka burt störf 3.000 manna sem starfa í þessum bransa, við veiðar á svæðinu." Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Orri tekst á við Íra því árið 2007 fékk írska ríkisstjórnin leyfi til að nota Slow Food-merkið á villtan lax sem var veiddur í reknet. Orri sýndi þeim fram á að netrekaveiðin væri að taka lax úr stofnum sem væru langt undir líffræðilegum öryggismörkum, til dæmis frá Spáni og Frakklandi. Orri hringdi þá í Petrini, sem hafði líkt og Orri fengið hetjunafnbót Times-tímaritsins, og sagði honum að ekki væri um sjálfbærar veiðar að ræða. "Petrini bað mig um tveggja til þriggja mánaða frest en ég sagði honum að hann fengi viku. Daginn eftir hringdi hann í mig og sagði að þetta væri rétt hjá mér og að hann væri búinn að draga þetta til baka," segir Orri. Pat the Cope Gallagher, sjávarútvegsráðherra í írsku ríkisstjórninni, varð brjálaður út í Orra og sakaði hann um lygi. "Það sem skeði þá er að vísindamenn hjá National Salmon Commision staðfestu að þetta væri allt rétt sem ég væri að segja og þeir væru búnir að finna 4-500 merki með frönskum uppruna," segir Orri. "Og nú er ég að reyna að leika sama leikinn aftur og fá Petrini til að draga merkið til baka." Pat the Cope Gallagher þurfti að segja af sér embætti stuttu eftir Slow Food-deiluna. Hann er sá írski stjórnmálamaður sem hefur barist hvað mest gegn Íslendingum í makríldeilunni og síldardeilunni. "Hann segir að ef Íslendingar gangi í Evrópusambandið fái Írar að koma með allan sinn flota á Íslandsmið. Ég sagði nú bara við hann "over my dead body"" segir Orri og hlær. Stangveiði Mest lesið Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði Varar við áætlunum um virkjanir í Þjórsá Veiði
"Það hefur staðið yfir barátta gegn því að það verði settar upp 10-15 þúsund tonna fiskeldisstöðvar í Galway-flóanum á Írlandi. Þetta hefur verið mikil barátta og ég hef reynt að leggja henni svolítið lið," segir Orri Vigfússon, formaður og stofnandi Verndarsjóðs villtra laxastofna (NASF). Nokkur reykhús við Galway-flóann hafa auglýst fisk til sölu með Slow Food-merkinu heimsfræga þó fiskurinn uppfylli ekki kröfur sem keðjan gerir til framleiðanda. Orri hafði því samband við Carlo Petrini, stofnanda og formann Slow Food-keðjunnar í von um að hann leggi þeim lið í baráttunni. "Menn fá leyfi til að nota Slow Food-merkið en þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði með gæði og sjálfbærni í huga. Við höldum því fram að fiskeldið sem er fyrirhugað þarna sé ekki sjálfbært," segir Orri. Í ljósi sögunnar geti fiskeldinu fylgt hætta á að mengun, sjúkdómum og blöndun eldisfiska við villta. "Fyrir utan það er mjög vafasamt að búa til einhver 50 störf og taka með því sénsinn á því að eyðileggja ímyndina og taka burt störf 3.000 manna sem starfa í þessum bransa, við veiðar á svæðinu." Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Orri tekst á við Íra því árið 2007 fékk írska ríkisstjórnin leyfi til að nota Slow Food-merkið á villtan lax sem var veiddur í reknet. Orri sýndi þeim fram á að netrekaveiðin væri að taka lax úr stofnum sem væru langt undir líffræðilegum öryggismörkum, til dæmis frá Spáni og Frakklandi. Orri hringdi þá í Petrini, sem hafði líkt og Orri fengið hetjunafnbót Times-tímaritsins, og sagði honum að ekki væri um sjálfbærar veiðar að ræða. "Petrini bað mig um tveggja til þriggja mánaða frest en ég sagði honum að hann fengi viku. Daginn eftir hringdi hann í mig og sagði að þetta væri rétt hjá mér og að hann væri búinn að draga þetta til baka," segir Orri. Pat the Cope Gallagher, sjávarútvegsráðherra í írsku ríkisstjórninni, varð brjálaður út í Orra og sakaði hann um lygi. "Það sem skeði þá er að vísindamenn hjá National Salmon Commision staðfestu að þetta væri allt rétt sem ég væri að segja og þeir væru búnir að finna 4-500 merki með frönskum uppruna," segir Orri. "Og nú er ég að reyna að leika sama leikinn aftur og fá Petrini til að draga merkið til baka." Pat the Cope Gallagher þurfti að segja af sér embætti stuttu eftir Slow Food-deiluna. Hann er sá írski stjórnmálamaður sem hefur barist hvað mest gegn Íslendingum í makríldeilunni og síldardeilunni. "Hann segir að ef Íslendingar gangi í Evrópusambandið fái Írar að koma með allan sinn flota á Íslandsmið. Ég sagði nú bara við hann "over my dead body"" segir Orri og hlær.
Stangveiði Mest lesið Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Stórlaxar síðustu daga Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu Veiði Varar við áætlunum um virkjanir í Þjórsá Veiði