Garcia ósáttur við Tiger Woods Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. maí 2013 11:57 Sergio Garcia og Tiger í gær. Nordicphotos/Getty Sergio Garcia kenndi öskrum áhorfenda um misheppnað högg sem varð til þess að forysta hans á Players-mótinu fór fyrir bý. Garcia og Tiger Woods spiluðu saman þriðja hringinn á mótinu í gær. Garcia horfði reiður í áttina að Tiger Woods þegar annað högg hans á síðari af tveimur par fimm holum vallarins hafnaði utan brautar. Áhorfendur í Flórída ærðust þegar Tiger tók upp trékylfu þar sem hann bjó sig undir erfitt skot inni á milli trjánna. „Tiger var augljóslega mér á vinstri hönd og ég átti næsta högg," sagði Spánverjinn pirraður í viðtali við NBC sjónvarpsstöðina. Keppni varð að fresta á mótinu í gær vegna veðurs en var framhaldið klukkan ellefu í morgun. „Áhorfendurnir eltu hann og ég beið eftir því að þeir kæmu sér fyrir. Kannski sá hann ekki að ég var að búa mig undir högg en maður þarf að fylgjast með því þegar kollegi manns er í miðri aftursveiflu," sagði Garcia svekktur. „Hann hefur líklega teygt sig eftir trékylfu númer þrjú eða fimm og þá byrjuðu allir augljóslega að öskra," sagði Garcia. Honum fannst að Tiger hefði vel getað beðið með að ná í kylfuna þar til Garcia var búinn með höggið. Svíinn David Lingmerth kom öllum á óvart með erni og fugli á síðustu þremur holunum og hafði tveggja högga forskot þegar leik var frestað í gær. Garcia og Tiger náðu Svíanum í morgun og deila þeir þrír forystunni.Staðan á mótinu. Golf Tengdar fréttir Tiger andar ofan í hálsmálið á Garcia Spánverjinn Sergio Garcia er kominn með forystu á Players-meistaramótinu eftir annan hring. Tiger Woods er höggi á eftir Garcia. 11. maí 2013 12:00 Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Sergio Garcia kenndi öskrum áhorfenda um misheppnað högg sem varð til þess að forysta hans á Players-mótinu fór fyrir bý. Garcia og Tiger Woods spiluðu saman þriðja hringinn á mótinu í gær. Garcia horfði reiður í áttina að Tiger Woods þegar annað högg hans á síðari af tveimur par fimm holum vallarins hafnaði utan brautar. Áhorfendur í Flórída ærðust þegar Tiger tók upp trékylfu þar sem hann bjó sig undir erfitt skot inni á milli trjánna. „Tiger var augljóslega mér á vinstri hönd og ég átti næsta högg," sagði Spánverjinn pirraður í viðtali við NBC sjónvarpsstöðina. Keppni varð að fresta á mótinu í gær vegna veðurs en var framhaldið klukkan ellefu í morgun. „Áhorfendurnir eltu hann og ég beið eftir því að þeir kæmu sér fyrir. Kannski sá hann ekki að ég var að búa mig undir högg en maður þarf að fylgjast með því þegar kollegi manns er í miðri aftursveiflu," sagði Garcia svekktur. „Hann hefur líklega teygt sig eftir trékylfu númer þrjú eða fimm og þá byrjuðu allir augljóslega að öskra," sagði Garcia. Honum fannst að Tiger hefði vel getað beðið með að ná í kylfuna þar til Garcia var búinn með höggið. Svíinn David Lingmerth kom öllum á óvart með erni og fugli á síðustu þremur holunum og hafði tveggja högga forskot þegar leik var frestað í gær. Garcia og Tiger náðu Svíanum í morgun og deila þeir þrír forystunni.Staðan á mótinu.
Golf Tengdar fréttir Tiger andar ofan í hálsmálið á Garcia Spánverjinn Sergio Garcia er kominn með forystu á Players-meistaramótinu eftir annan hring. Tiger Woods er höggi á eftir Garcia. 11. maí 2013 12:00 Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Tiger andar ofan í hálsmálið á Garcia Spánverjinn Sergio Garcia er kominn með forystu á Players-meistaramótinu eftir annan hring. Tiger Woods er höggi á eftir Garcia. 11. maí 2013 12:00