Tiger Woods vann Players-golfmótið í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. maí 2013 23:32 Tiger Woods. Mynd/Nordic Photos/Getty Tiger Woods tryggði sér í kvöld sigur á Players-golfmótinu með því að spila lokadaginn á 70 höggum eða tveimur höggum undir pari. Woods lék tveimur höggum betur en næstu menn sem voru Svíinn David Lingmerth og Bandaríjamennirnir Jeff Maggert og Kevin Streelman. Tiger Woods lék holurnar 72 á 275 höggum eða á þrettán höggum undir pari. Hann lék tvo fyrstu dagana á 67 höggum en kláraði þriðja hringinn á 71 höggi. Sergio Garcia talaði ekki vel um Tiger í viðtölum við fjölmiðla en spænski kylfingurinn klúðraði mótinu með því að fá tvöfaldan skolla á lokaholunni og endaði því í áttunda sæti. Þetta er í annað skiptið sem Tiger Woods vinnur þetta mót en hann vann það einnig árið 2001. Tiger er nú búinn að vinna fjögur mót á PGA-mótaröðinni á þessu ári en hann vann einnig Arnold Palmer Invitational í mars, Cadillac-mótið í mars og Farmers Insurance Open í janúar. Tiger varð síðan í fjórða sæti á Masters-mótinu sem var fyrsta risamót ársins. Golf Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Tiger Woods tryggði sér í kvöld sigur á Players-golfmótinu með því að spila lokadaginn á 70 höggum eða tveimur höggum undir pari. Woods lék tveimur höggum betur en næstu menn sem voru Svíinn David Lingmerth og Bandaríjamennirnir Jeff Maggert og Kevin Streelman. Tiger Woods lék holurnar 72 á 275 höggum eða á þrettán höggum undir pari. Hann lék tvo fyrstu dagana á 67 höggum en kláraði þriðja hringinn á 71 höggi. Sergio Garcia talaði ekki vel um Tiger í viðtölum við fjölmiðla en spænski kylfingurinn klúðraði mótinu með því að fá tvöfaldan skolla á lokaholunni og endaði því í áttunda sæti. Þetta er í annað skiptið sem Tiger Woods vinnur þetta mót en hann vann það einnig árið 2001. Tiger er nú búinn að vinna fjögur mót á PGA-mótaröðinni á þessu ári en hann vann einnig Arnold Palmer Invitational í mars, Cadillac-mótið í mars og Farmers Insurance Open í janúar. Tiger varð síðan í fjórða sæti á Masters-mótinu sem var fyrsta risamót ársins.
Golf Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira