Lotus: Ósanngjarnt að breyta dekkjum Birgir Þór Harðarson skrifar 15. maí 2013 06:00 Yfirmenn Lotus-liðsins í Formúlu 1 segja það væri ósanngjarnt gagnvart þeim liðum sem hafa náð árangrí með Pirelli-dekkin að breyta gúmmíblöndunni. Pirelli íhugar að gera breytingar fyrir breska kappaksturinn vegna gagnrýni á áhrif dekkjanna. Nokkur lið neyddust til að taka fjögur viðgerðarhlé í Barcelona um síðustu helgi til að skipta um dekk vegna hás slitstigs þeirra í kappakstrinum. Lotus-liðið telur breytingar á dekkjunum svo þau framkalli færri viðgerðarhlé geta haft áhrif á stöðu þeirra í brautinni. Lotus-bíllinn virðist, ásamt Ferrari-bílnum, höndla dekkin mun betur en bílar annarra liða. "Ég held að fyrirhugaðar breytingar séu ekki sanngjarnar, en við munum þurfa að aðlagast eins og við gerum alltaf," sagði Eric Boullier liðstjóri Lotus. "Allir hafa sömu dekkin!" Boullier telur gagnrýni á dekkin vera á ranga fleti málsins og segir keppinauta sína einfaldlega ekki geta aðlagast jafn vel og Lotus. "Við þurfum að spurja réttu spurninganna. Spurningin er ekki varðandi dekkin heldur hvort við gerðum eitthvað við bílinn sem fer illa með dekkin." "Þetta er eins fyrir alla. Það voru gerðar breytingar fyrir spænska kappaksturinn sem áttu að hjálpa liðinu sem kvartaði mest. En ég held að Pirelli breyti ekki neinu. Þeir voru beðnir um að búa til dekk sem myndu endast 20 hringi og þeir gerðu akkúrat það. Þar við situr." Formúla Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Yfirmenn Lotus-liðsins í Formúlu 1 segja það væri ósanngjarnt gagnvart þeim liðum sem hafa náð árangrí með Pirelli-dekkin að breyta gúmmíblöndunni. Pirelli íhugar að gera breytingar fyrir breska kappaksturinn vegna gagnrýni á áhrif dekkjanna. Nokkur lið neyddust til að taka fjögur viðgerðarhlé í Barcelona um síðustu helgi til að skipta um dekk vegna hás slitstigs þeirra í kappakstrinum. Lotus-liðið telur breytingar á dekkjunum svo þau framkalli færri viðgerðarhlé geta haft áhrif á stöðu þeirra í brautinni. Lotus-bíllinn virðist, ásamt Ferrari-bílnum, höndla dekkin mun betur en bílar annarra liða. "Ég held að fyrirhugaðar breytingar séu ekki sanngjarnar, en við munum þurfa að aðlagast eins og við gerum alltaf," sagði Eric Boullier liðstjóri Lotus. "Allir hafa sömu dekkin!" Boullier telur gagnrýni á dekkin vera á ranga fleti málsins og segir keppinauta sína einfaldlega ekki geta aðlagast jafn vel og Lotus. "Við þurfum að spurja réttu spurninganna. Spurningin er ekki varðandi dekkin heldur hvort við gerðum eitthvað við bílinn sem fer illa með dekkin." "Þetta er eins fyrir alla. Það voru gerðar breytingar fyrir spænska kappaksturinn sem áttu að hjálpa liðinu sem kvartaði mest. En ég held að Pirelli breyti ekki neinu. Þeir voru beðnir um að búa til dekk sem myndu endast 20 hringi og þeir gerðu akkúrat það. Þar við situr."
Formúla Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira