Lotus: Ósanngjarnt að breyta dekkjum Birgir Þór Harðarson skrifar 15. maí 2013 06:00 Yfirmenn Lotus-liðsins í Formúlu 1 segja það væri ósanngjarnt gagnvart þeim liðum sem hafa náð árangrí með Pirelli-dekkin að breyta gúmmíblöndunni. Pirelli íhugar að gera breytingar fyrir breska kappaksturinn vegna gagnrýni á áhrif dekkjanna. Nokkur lið neyddust til að taka fjögur viðgerðarhlé í Barcelona um síðustu helgi til að skipta um dekk vegna hás slitstigs þeirra í kappakstrinum. Lotus-liðið telur breytingar á dekkjunum svo þau framkalli færri viðgerðarhlé geta haft áhrif á stöðu þeirra í brautinni. Lotus-bíllinn virðist, ásamt Ferrari-bílnum, höndla dekkin mun betur en bílar annarra liða. "Ég held að fyrirhugaðar breytingar séu ekki sanngjarnar, en við munum þurfa að aðlagast eins og við gerum alltaf," sagði Eric Boullier liðstjóri Lotus. "Allir hafa sömu dekkin!" Boullier telur gagnrýni á dekkin vera á ranga fleti málsins og segir keppinauta sína einfaldlega ekki geta aðlagast jafn vel og Lotus. "Við þurfum að spurja réttu spurninganna. Spurningin er ekki varðandi dekkin heldur hvort við gerðum eitthvað við bílinn sem fer illa með dekkin." "Þetta er eins fyrir alla. Það voru gerðar breytingar fyrir spænska kappaksturinn sem áttu að hjálpa liðinu sem kvartaði mest. En ég held að Pirelli breyti ekki neinu. Þeir voru beðnir um að búa til dekk sem myndu endast 20 hringi og þeir gerðu akkúrat það. Þar við situr." Formúla Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Yfirmenn Lotus-liðsins í Formúlu 1 segja það væri ósanngjarnt gagnvart þeim liðum sem hafa náð árangrí með Pirelli-dekkin að breyta gúmmíblöndunni. Pirelli íhugar að gera breytingar fyrir breska kappaksturinn vegna gagnrýni á áhrif dekkjanna. Nokkur lið neyddust til að taka fjögur viðgerðarhlé í Barcelona um síðustu helgi til að skipta um dekk vegna hás slitstigs þeirra í kappakstrinum. Lotus-liðið telur breytingar á dekkjunum svo þau framkalli færri viðgerðarhlé geta haft áhrif á stöðu þeirra í brautinni. Lotus-bíllinn virðist, ásamt Ferrari-bílnum, höndla dekkin mun betur en bílar annarra liða. "Ég held að fyrirhugaðar breytingar séu ekki sanngjarnar, en við munum þurfa að aðlagast eins og við gerum alltaf," sagði Eric Boullier liðstjóri Lotus. "Allir hafa sömu dekkin!" Boullier telur gagnrýni á dekkin vera á ranga fleti málsins og segir keppinauta sína einfaldlega ekki geta aðlagast jafn vel og Lotus. "Við þurfum að spurja réttu spurninganna. Spurningin er ekki varðandi dekkin heldur hvort við gerðum eitthvað við bílinn sem fer illa með dekkin." "Þetta er eins fyrir alla. Það voru gerðar breytingar fyrir spænska kappaksturinn sem áttu að hjálpa liðinu sem kvartaði mest. En ég held að Pirelli breyti ekki neinu. Þeir voru beðnir um að búa til dekk sem myndu endast 20 hringi og þeir gerðu akkúrat það. Þar við situr."
Formúla Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira